Skírnir - 01.09.2002, Síða 53
SKÍRNIR
UM LANDSINS GAGN OG GRÓÐA
275
bók á latínu sem kom út í Hollandi 1607 eftir Dithmar nokkurn
Blefken sem fátt er nú vitað um. Lýsingar hans voru afar ófagrar
og ritið að sama skapi vinsælt (það var gefið út mörgum sinnum
og þýtt á ensku, hollensku og þýsku) en Arngrímur svaraði fyrst
með Anatome Blefkeniana og síðar með Epistula pro patria defen-
soria, prentuðu í Hamborg 1618, þar sem höfundur reynir m.a. að
bera blak af drykkjusiðum Islendinga.20
Oddur Einarsson (1559-1630), biskup í Skálholti og sonur
Einars í Eydölum, er talinn vera höfundur ritsins Qualiscunque
descriptio Islandiae.2X Ritið er Islandslýsing og mun samið af svip-
uðum ástæðum og varnarrit Arngríms. Þar er lýst legu landsins,
veðráttu, náttúrueinkennum, saga þjóðarinnar rakin í stuttu máli,
auk þess sem samtíma höfundar er lýst, þjóðháttum, klæðaburði,
híbýlum, mataræði og loks fjallað um íslenska tungu og skáldskap.
Freistandi er að ætla að einhver tengsl hljóti að vera milli kvæðis
Einars og Islandslýsingar Odds, sonar hans, þótt ekki væri nema
vegna þess að Einar dvaldist með fjölskyldu sinni hjá Oddi í Skál-
holti allan veturinn 1589-90, einmitt um það leyti sem talið er að
íslandslýsingin hafi verið nýsamin.22 Við lauslegan samanburð er
þó ekki að sjá að kvæðið byggist beinlínis á lausamálsritinu enda
gerðist þess sennilega ekki þörf. Rit Odds er samið á latínu og ætl-
að menntuðum útlendingum. Einar er hins vegar að yrkja á ís-
lensku fyrir íslenskan almenning. Sem dæmi um örlítið skemmti-
legt misræmi má benda á að Einar segir að landið hafi: „hvorki
bjór né heimsins lyst / heldur ís og steina ..." (8. erindi, bls. 171).23
En Oddur heldur einmitt því gagnstæða fram: „Aftur á móti er
enginn hörgull á margs konar bjór frá Englandi, Hamborg,
20 Sjá nánar Pál E. Ólason: tilvitnað rit (1926), bls. 139-140.
21 [Oddur Einarsson]. Qualiscunque Descriptio Islandiae. Nach der Handschrift
der Hamburger Staats- und Universitáts-Bibliothek. Fritz Burg (útg.). Ham-
borg 1928. - Oddur Einarsson: Islandslýsing, Qualiscunque descriptio Islandiae.
Þýð. Sveinn Pálsson. Utg. Jakob Benediktsson. Reykjavík 1971.
22 Sbr. Pál E. Ólason: tilvitnað rit (1926), bls. 553-554.
23 Eftirleiðis verður vitnað í kvæðið skv. útgáfu þess í grein Jóns Árna Friðjóns-
sonar: „Ættjarðarlof Einars Sigurðssonar í Heydölum.“ Jarteinabók Jóns
Böðvarssonar. Afmælisrit helgað Jóni Böðvarssyni sextugum 2. maí 1990.
Reykjavík 1990:155-181.