Skírnir - 01.09.2002, Side 54
276
MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR
SKÍRNIR
Liibeck, Danmörku, að ekki sé minnzt á innlent öl, sem búið er til
úr hýddu byggi, soðnu í hinu ágæta íslenzka lindarvatni, og kem-
ur í góðar þarfir. Einnig eru flutt inn ýmis vín, franskt vín, Rínar-
vín, brennivín." Svo er eins og hann hálfpartinn komi upp um sig
með því að segja: „reyndar verður stundum svo mikill vínskortur,
að ekki er hægt að veita altarissakramenti."24 Einar lýsir fyrst
landi þar sem býr fátæk þjóð sem kveinar klæðfá yfir kulda og
frosti, hafís leggst að landinu og gras vex illa. Að mati skáldsins er
nóg komið af slíkum barlómi og tími til kominn að draga upp
bjartari mynd af tilverunni. Hann nefnir þó ekki hlýjan ullarfatn-
að sem Oddur gerir ágæt skil í riti sínu. Einar játar að landið ein-
kennist af jöklum, sandi, aur og grjóti og gróðurinn uppblásinn
(„blásin öll í burtu rót“). Lýsing Odds í upphafi rits síns er ekki
ósvipuð:
Hver sá, sem virti ísland fyrir sér svo sem í snöggri yfirferð og vanur væri
unaðslegri stöðum, gæti með nokkrum rétti svarið þess eið, að það væri
eins og holdsveikt eða hreint og beint dautt í samanburði við önnur lönd,
þar eð nálega ekkert bæri fyrir augað annað en gríðarstórar auðnir og víð-
áttumikla sanda, þverhnípt björg og ógnarhá fjöll.25
Um Islands gæði
Vísnaflokkur um Islands gæði eftir séra Einar í Eydölum er eitt af
fáum kvæðum frá þessu tímabili sem rannsökuð hafa verið sér-
staklega.26 Jón Árni Friðjónsson hefur birt kvæðið og fjallað ítar-
lega um það. Hann kemst m.a. að þeirri niðurstöðu að óhætt sé að
kalla það „fyrsta beina lofkvæðið um ættjörðina".27 Því verður í
sjálfu sér ekki mótmælt. Hins vegar er í umfjöllun Jóns Arna fjöl-
margt dregið fram sem staðfestir að kvæðið má auðveldlega túlka
sem anga af þeim meið sem kallaður er „topografisk-historisk
digtning“ eða landlýsingarkvæði.
24 Oddur Einarsson: tilvitnað rit (1971), bls. 126-127.
25 Sama heimild, bls. 38.
26 Sbr. tilvitnaða grein Jóns Árna Friðjónssonar.
27 Sama heimild, bls. 166.