Skírnir - 01.09.2002, Síða 55
SKÍRNIR
UM LANDSINS GAGN OG GRÓÐA
277
Lítum fyrst á efni kvæðisins. I. Inngangur (1. erindi): bæn til
Guðs um hjálp til að yrkja vel um móðurjörðina sem „margir
hæða“. II. Ávarp (til þjóðarinnar) og umfjöllun um kosti og galla
landsins (2.-8. erindi). III. Sögulegt yfirlit frá siðskiptum, lof um
konunga Danmerkur og Islands (9.-11. erindi). IV. Siðskiptin á Is-
landi, lof um upphafsmenn siðskiptanna sem nær hámarki með
hrósi um Guðbrand biskup (12.-17. erindi). V. Lýsing á kostum
landsins: prentverk, kristileg fræðsla, handverk m.a. kveðskapar-
gerð, stjórnarfar (18.-21. erindi). VI. Bæn fyrir yfirvöldum, öllum
stéttum (22.-23. erindi). VII. Umfjöllun um landgæði (nóg af fiski
og heyi) í bland við ádeilu á almenna leti og ódugnað, um verslun-
arhagi (ýmislegt athugavert við erlenda kaupmenn) (24.-30. er-
indi). VII. 31. erindi: Persónulegt þakklæti fyrir bættan hag látið í
ljós. VIII. Um Guðs orð sem lætur „þetta auma og kalda eyland
blómgast" (32.-34. erindi). IX. Áminning um að vera þakklátur
(35.-36. erindi). X. Bæn fyrir yfirvöldum, biskupum, lærðum
mönnum, bændum, ávexti jarðar og fénu (37.-40. erindi). XI.
Niðurstaða, bæn og lofgjörð (41.^14. erindi).28
I kvæði Einars er bæði sögulegt efni og lýsing á landinu. Sögu-
legi þátturinn snýst fyrst og fremst um hinn nýja lútherska sið og
um konunga Danmerkur og Islands sem þar koma við sögu,
Kristján þriðja, Friðrik annan og „Kristján unga“ (þ.e. Kristján
fjórða).29 í kvæðinu kemur fram persónulegt þakklæti skáldsins
fyrir bættan hag. Velgjörðamaður Einars og vinur var Guðbrand-
ur biskup Þorláksson. Hann átti eins og kunnugt er mestan þátt í
því að festa hinn nýja lútherska sið í sessi á íslandi. Einar Sigurðs-
son, bláfátækur og barnmargur prestur, var einlægur vinur og
stuðningsmaður Guðbrands. Augljósasta merki um samstarf
þeirra er fjöldi sálma og trúarlegra kvæða sem Einar lagði til
28 Efni kvæðisins má skipa niður á annan og einfaldari hátt. Jón Árni Friðjónsson
hefur gert það þannig: 1.-5. erindi: Inngangur þar sem fram kemur tilgangur
kvæðisins. 6.-20. erindi: Um gæði íslands. 21.-30. erindi: Áminning og gagn-
rýni. 31.-44. erindi: Bæn og þakkargjörð.
29 I handritinu JS 538 4to er varðveitt brot úr lofkvæði eftir Einar í Eydölum um
konunga íslands og Danmerkur; sbr. Jón Árna Friðjónsson: tilvitnuð grein, bls.
161-162.