Skírnir - 01.09.2002, Page 56
278
MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR
SKÍRNIR
Vísnabókarinnar 1612. Eflaust hefur stuðningur Guðbrands átt
sinn þátt í því að Oddur, einn af sonum Einars, náði að verða bisk-
up í Skálholti. Það var árið 1590 og eitt af fyrstu verkum Odds var
að útvega föður sínum betra brauð, enda vænkaði hagur sr. Ein-
ars mjög eftir þetta. Jón Árni sýnir í ritgerð sinni fram á að flest
bendi til þess að kvæði Einars sé ort á áratugnum milli 1590 og
1600. Til þess bendir m.a. að í kvæðinu nefnir Einar siglingar
Þjóðverja til landsins sem einn af mörgum kostum þess, en Dan-
ir komu á einokunarverslun á íslandi 1602. Flest bendir til þess að
kvæðið sé ort sem lof og þökk til Guðbrands biskups. Mörg af
landlýsingarkvæðum Kingos eru einmitt ort af slíku tilefni, per-
sónulegu þakklæti eða til heiðurs valdsmönnum. Athyglisvert er
hvernig Einar tengir saman í eina hendingu „hylli kóngs og drott-
ins náð / landsins gagn og gróða“ (11. erindi, bls. 171). Þetta er
megininntak kvæðisins og um leið hugmynd sem mótaði allar
bókmenntir þessa tíma, eins og m.a. Friese hefur bent á: „Kirch-
liche Autoritát und absolutes Königtum sind wesentliche
Kennzeichen des Barockzeitalters".30 Höfundur leggur áherslu á
að hlýðni, þakklæti og dyggðir séu mikilvæg forsenda þess að
þjóðinni vegni vel. Þannig er kvæðinu ætlað að sætta fólk við nýja
tíma og nýjan sið.
Jón Árni Friðjónsson hefur sýnt fram á greinileg orðalags-
tengsl þessa kvæðis við kvæði eftir Ólaf Tómasson sem nefnist
Minningarkvæði um Jón Arason og sonu hans.31 Jón Arason, síð-
asti kaþólski biskupinn á Islandi, barðist eins og kunnugt er hat-
ramlega gegn hinum nýja lútherska sið og var hálshöggvinn í
Skálholti 1550. Kvæði þetta nefnist minningarkvæði en er ekki
erfiljóð heldur miklu fremur sögulegt kvæði. Jóni Arasyni er lýst
og biskupsstjórn hans, siðskiptunum, aðdraganda þeirra, hvernig
að þeim var staðið o.s.frv. Samúðin með kaþólska biskupnum og
stuðningsmönnum hans fer ekki á milli mála og hörð gagnrýni
kemur fram á brautryðjendur nýja siðarins og hið erlenda kon-
30 Friese: tilvitnað rit, bls. 290.
31 Tón Árni Friðiónsson: tilvitnuð erein, bls. 167. Biskupa sögur 2. Kaupmanna-
höfn 1878:485-498.