Skírnir - 01.09.2002, Page 57
SKÍRNIR
UM LANDSINS GAGN OG GRÓÐA
279
ungsvald.32 í þessum tveimur kvæðum kemur því fram gjörólíkur
sögulegur skilningur á sömu atburðum og telja má víst að þau séu
ort hvort gegn öðru.33 Um tilefni og tilurð þessa kvæðis Einars má
fullyrða að það sé í fyrsta lagi sú ástæða sem hann nefnir sjálfur,
niðrandi rit erlendra manna um Island og rit Islendinga gegn þeim,
m.a. samið af syni Einars. I annan stað er Einar að yrkja kvæði til
heiðurs Guðbrandi og siðbreytingunni og að þakka biskupi per-
sónulegan velgjörning.
Um hrörnun Islands
Ein algengasta grein veraldlegs kveðskapar á Islandi á hinni svo-
kölluðu lærdómsöld er talin vera ádeilukveðskapur. Adeila er hins
vegar í eðli sínu ekki bókmenntagrein heldur ákveðinn háttur (e.
mode) kveðskapar,34 enda er ljóst að ádeila getur komið fram í
nokkurn veginn hvaða formi sem er. Ádeilukveðskapur 17. aldar
hefur löngum þótt eðlilegt afsprengi þessa tímabils niðurlægingar
og eymdar í sögu Islands. Hafa menn einkum haft í huga einok-
unarverslunina, erfið kjör almennings og strangar refsingar. Á síð-
ustu áratugum hafa sagnfræðingar tekið þetta viðhorf til endur-
skoðunar. Helgi Þorláksson hefur m.a. sýnt fram á að fræðimenn
höfðu lengi tilhneigingu til að draga upp mjög einhliða og nei-
kvæða mynd af 17. öldinni en létu hjá líða að draga fram þá grósku
sem þá varð í íslensku menningarlífi.35 Fróðlegt gæti verið að
skoða lofkvæðin um ísland í samhengi við þessi „gagnrýnu"
kvæði. Ef gert er ráð fyrir að landlýsingarkvæðin hafi flutt ís-
lensku samfélagi ákveðinn boðskap má spyrja hvaða boðskap
ádeilukvæðin fluttu.
32 Sama heimild, bls. 497: „Herranna er nú hugsan mest / að haga svo sínu valdi,
/ að komast megi undir konginn flest / með klögun og sektargjaldi, / eða kosta
kroppsins pín, / að útarma svo sitt eigið land / (ætlan er það mín), / svo eigi hafi
fað eftir grand / af öllum peningum sín.“
tilvitnaðri grein sinni bendir Jón Árni Friðjónsson á greinilegar orðalagslík-
ingar þessu til stuðnings.
34 Sbr. Fowler: tilvitnað rit, bls. 110.
35 Helgi Þorláksson: Sautjánda öldin. Þœttir úr drögum aö Sögu Islands V, saminni
að tilhlutan þjóðhátíðarnefndar 1974. Reykjavík 1981, sjá t.d. „Árferði," bls.
13-14.