Skírnir - 01.09.2002, Page 59
SKÍRNIR
UM LANDSINS GAGN OG GRÓÐA
281
salt né sáður akur og konur geti ekki spunnið lín (5. erindi, bls.
170) og játar skáldið að ísland komist aldrei til jafns við þau lönd
„þar málmur, korn og vínið var / og villibráðsins fæða“ (6. erindi,
bls. 170). Hins vegar hafi skaparinn hagað því svo til að hér skorti
engar lífsnauðsynjar. Skáldið hvetur alla til að tala vel um landið
svo augljóst verði hvað það hefur margt fram yfir þau lönd „sem
vefjast villu bandi“ og er þar auðvitað átt við kaþólsk landsvæði.
Síðar í kvæðinu (36. erindi, bls. 178) er vikið að þeim hluta heims-
ins sem nú er ríkastur, en þar búa heiðnar þjóðir. Þau lönd þykja
eftirsóknarverð enda búa menn þar við skraut og skart. En skáld-
ið spyr hvers virði það sé án kristinnar trúar og kemst að lokum
að þessari niðurstöðu: Þegar allt er samantalið ber Island af Indía-
löndum því að innan fárra vetra mun hér ekkert skorta: „Að öllu
tel ég nú ísaland / Indíalöndunum betra ..." (41. erindi, bls. 179).
Því má velta fyrir sér hvaða áhrif ferðasögur, t.d. ferðabók Jóns
Indíafara (15 93—1679)37 og Ólafs Egilssonar (1364-163 9),38 höfðu
á kveðskap sem þennan og á viðhorf Islendinga til eigin lands. Jón
Indíafari segir: „Indía ... er mjög stórt kostulegt land ... I þessu
landi eru miklar perlur, gimsteinar, dýrleg aldini og kryddi og
önnur dýrleg og kostuleg vara, sem þaðan flyst hingað í lönd.“39
Um Kína segir hann að það megi vel kallast „sú jarðneska Para-
dís.“40 Ferðabók Jóns Indíafara er vissulega ævintýraleg og ólík
þeirri sorgarsögu sem sr. Ólafur Egilsson rekur í reisubókinni. En
til eru heimildir þar sem fram kemur að lærðir menn á íslandi
höfðu af því áhyggjur að „bágstödd alþýða félli í þá freistni að láta
hertaka sig upp á von og ævintýr til þess að fá að vera til friðs und-
an þyngslum og ánauðgun í sínu eigin föðurlandi.“41
37 Jón Ólafsson: Reisubók Jóns Ólafssonar Indíafara samin af honum sjálfum
(1661). Útg. Völundur Óskarsson. Reykjavík 1992.
38 Ólafur Egilsson: Reisubók séra Ólafs Egilssonar. Útg. Sverrir Kristjánsson.
Reyldavík 1969.
39 Jón Ólafsson: tilvitnað rit, bls. 205.
40 Sama heimild, bls. 206.
41 Guðrún Ása Grímsdóttir: „Úr Tyrkjaveldi og bréfabókum." Gripla IX
(1995):7-44, hér 29-30.