Skírnir - 01.09.2002, Page 61
SKÍRNIR
UM LANDSINS GAGN OG GRÓÐA
283
Óður til Austfjarða
Tvö kvæði eftir Bjarna Gissurarson hafa þótt bera keim af
„topografisk-historisk digtning" án þess að sérstök athugun hafi
verið gerð. Kristján Eldjárn víkur að þessu í formála sínum að
Norðurlandstrómet, eins og áður segir.45 Hann segir að engar
heimildir séu fyrir því að Petter Dass hafi verið þekktur hér á
landi; hins vegar hafi hann átt hér „bræður í andanum“ og nefnir
skáldin Ólaf Einarsson, Stefán Ólafsson, Bjarna Gissurarson og
Hallgrím Pétursson.
I kvæðinu Vísa um Mjóafjarðarkosti46 eftir Bjarna Gissurarson
er ferðalag sett á svið. I upphafi greinir höfundur frá ferð sem mis-
tókst, bæði fiskurinn og hestarnir fóru í sjóinn. Engu að síður hef-
ur hann hug á að reyna aftur, hann vill gleyma fyrri ferð sinni og
rifja upp kosti fjarðarins. Það gerir hann svo í fimm erindum
(kvæðið er alls átta erindi, tvö fyrstu mynda inngang, fimm eru
landlýsing og eitt eftirmáli). I landlýsingarkvæðum er stundum
lýst ímynduðu landslagi eða ímynduðu ferðalagi. Auðvitað er
erfitt að segja til um hvort kvæði þetta byggir á raunverulegu at-
viki eða hvort ferðin í Mjóafjörð er ímynduð eins og ferð Petter
Dass í Norðurlandstrómet. Hvað sem því líður dregur Bjarni upp
mjög lifandi mynd af aðstæðum. Landslagi er lýst, þetta er þröng-
ur fjörður með háum fjöllum og í firðinum er mikil fiskiganga,
nefndar eru ýmsar tegundir. Einnig er lýst gæðum jarðarinnar sem
eru gróður, hrís, ber, eng og töður. Þá er aftur vikið að sjávarfang-
inu sem er gómsætt og saðsamt. Þá tekur við samanburður við
sveitir á Suðurlandi sem kunna að vera fallegri og teljast merkilegri
staðir en eru ekki nærri eins gjöfular og frjósamar og Mjóifjörður.
Loks er vikið að mannlífinu og nefnir skáldið sérstaklega prestinn
og hrósar honum í hvívetna. I síðasta erindi kvæðisins ávarpar
skáldið Mjóafjörðinn sjálfan: „Far vel, fjörðurinn mjói / og fáðu af
drottni björg“ og síðan íbúa hans og óskar þeim gæfu og gengis og
hvetur þá til að hugsa mest um andlega fæðu, þá muni ekki skorta
neitt til líkamlegra þarfa. Bygging kvæðisins er þannig að þetta
45 Dass: tilvitnað rit, bls. 23 og 24.
46 Bjarni Gissurarson: Sólarsýn. Utg. Jón Samsonarson. Reykjavík 1960:23-26.