Skírnir - 01.09.2002, Side 62
284
MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR
SKÍRNIR
hefði getað verið fyrsti kaflinn í löngu landlýsingarkvæði, t.d. um
Austurland. Reyndar orti Bjarni kvæði sem nefnist Austfjarðaóð-
ur og hefur aldrei verið prentað en er til í eiginhandarriti hans.47
Það er hins vegar ekki lofkvæði heldur þvert á móti harmakvæði
um hvernig öllu hefur farið aftur á Austfjörðum. I upphafi lýsir
skáldið góðum árum þegar fénaður dafnaði vel, fiskisæld var
mikil, hval rak á fjörur og kaupmenn komu með ýmsar girnilegar
vörur. Nú er allt breytt og skáldið efast ekki um að Guð sé að refsa
mönnum fyrir vonda breytni. Hann lýsir því hvernig afkoma hef-
ur versnað á allan hátt og biður Guð að lokum um miskunn yfir
land og þjóð.
Viðlagið í kvæði Bjarna Gissurarsonar, Um góða landsins
kosti, gefur til kynna að kvæðið sé ort í lok sumars: „Sumar kveð-
ur, sól fer úr hlíðum ...“.48 Það er ort undir vikivakahætti sem var
mjög vinsæll í íslenskum kveðskap á þessum tíma, bæði í verald-
legum og trúarlegum ljóðum. I Danmörku voru landlýsingar-
kvæði oftast ort undir alexandrínskum hætti en af einhverjum
ástæðum var sá bragarháttur lítið sem ekkert notaður í íslenskum
kveðskap. Ahrifa hans gætir hér fyrst á 18. öld.49 Kvæði Bjarna
hefst á lýsingu á liðnu sumri sem var óvenjulega gott. Það sýnir að
Guð hefur enn sýnt miskunn hinum auma Islandslýð að gefa
svona gott og frjósamt sumar. En fleira hefur Guð gefið þessu
landi. Þar er fyrst að nefna presta og biskupa sem færa þjóðinni
Guðs orð sem mettar hungraðar sálir. Síðan kemur samanburður
við Indíalönd. Þar er að vísu mesti auður veraldar, frjósemi,
„safalaskinn með silfurdróg" en það seður hins vegar sálirnar lít-
ið. Ibúar Islands hafa þegið æðri, andleg gæði. Sá auður breytist
hvorki né eyðist þótt landið sé kalt, „lamið af snjó og hríðum.“
Við þetta bætist svo eftirfarandi: 1. Sólin sem vermir loft, yljar
skepnunum og fær fuglana til að syngja. (Bjarni var sérstakur vin-
ur sólarinnar og orti til hennar lofkvæði þar sem hún fær ýmiss
konar táknræna merkingu, t.d. fyrir Krist, fyrir hina fullkomnu
konu o.fl.). 2. Gróður jarðar: aldinblóm, ber, liljugrös. 3. Búpen-
47 Thott 473 4to:139-140. Heiti kvæðisins kemur fram í niðurlagi þess.
48 Bjarni Gissurarson: tilvitnað rit, bls. 16-22.
49 Sjá Ósk ar Halldórsson: Bragur og Ijóðstíll. Reykjavík 1977:75-76.