Skírnir - 01.09.2002, Page 64
286
MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR
SKÍRNIR
ei hafi fordild neina“ (8. erindi, bls. 171). Viðfangsefninu hæfir því
einfaldur stíll. Reyndar er það einkenni á kvæðum Einars í Eydöl-
um að þau eru flest einföld og laus við málskrúð. I kvæðinu um Is-
lands gæði eru myndir fáar og einfaldar, t.d. að kalla siðskiptin
„það fagra ljós“ sem lýsir nú og mun lýsa allt til enda veraldar.
Dæmi er um það sem Davíð Erlingsson hefur kallað „blómað
mál“; í stað þess að tala um ást er talað um ástarband.51 í 24. er-
indi er talað um „þann hulda mjólkur hjálparbrunn" og virðist þar
vera átt við náð Guðs eða Guðs orð. Samlíkingar eru einfaldar og
kunnuglegar: sálmakveðskapur glóir eins og gull hjá eiri, orð
Guðs snertir hjartað eins og heilnæm smyrsl, orð Guðs megnar að
blómga allt landið. Stílbrögð eins og spurningu og svar, ávarp og
andstæður notar Einar í kvæðinu. Kenningar og heiti koma ekki
fyrir hjá honum en Ólafur Tómasson notar slíkar umritanir hins
vegar talsvert í kvæði sínu um Jón Arason.
Bjarni Gissurarson á það sameiginlegt með Einari, afa sínum,
að nota kenningar og heiti lítið sem ekkert. Eina dæmið í þessum
kvæðum sem hér eru til umfjöllunar er að kalla skip erlendu
kaupmannanna „ægisdýr“. Samt sem áður er meira um skrautleg-
ar umritanir hjá Bjarna en Einari og meiri stílfærsla. Hann talar í
kvæði sínu um góða landsins kosti um „hnossin himnaranns“,
„krydd kristins manns", „æðra aldinplóg" sem allt táknar guð-
lega náð. Hann notar líka dálítið ‘epitheton ornans’ (orð til upp-
fyllingar, skrautyrði), t.d. „geðsamt lauf“, „grasið þarft“, „sjáleg
sprund“ og ýmsar samsetningar eins og „himinninn dýrðar víð-
ur“, „dapurt dalanna hljóð“; oft eru þessar samsetningar mynd-
aðar með eignarfalli: „vetrar stríð stund“, „blessunar skuggi fríð-
ur“, „íslands frómir lýðir". Guð er nefndur „faðirinn himins og
láða“ og „eðlafaðirinn ástarhýr". Bjarni orti eins og afi hans fyr-
ir íslenska alþýðu og hafði því enga ástæðu til að nota hærri stíl
en hann. Þó fer ekki á milli mála að ljóðmál Bjarna stendur nær
hinum skrautlega stíl barokktímans en sléttu og einföldu máli
siðskiptanna.
51 Davíð Erlingsson: Blómað mál í rímum. (Studia Islandica 33). Reykjavík 1974:
einkum 35-38.