Skírnir - 01.09.2002, Page 66
288
MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR
SKÍRNIR
ur sem er „Eitt kvæði um reisu þriggja bræðra til Kolbeinseyjar
1616, gert af síra Jóni Einarssyni í Staðarársskógi Anno 1665, 18.
Febr.“55 Hér er lýst ferð sem greinilega var farin og kvæðið er ort
eftir frásögn eins þeirra sem í förinni voru. Kvæðið er lýsing á
hættulegri ferð, lögð er áhersla á að lýsa hugrekki og dugnaði
bræðranna en um leið er áréttað að lán sitt áttu þeir undir náð
Guðs og bæn. Inn í þetta fléttast lýsing á landslagi og staðháttum.
Kenningar og heiti koma oft fyrir, sérstaklega eru margar kenn-
ingar um bát. Dæmi til samanburðar eru hins vegar sótt í Biblíuna,
frásagnirnar af Daníel og Jónasi. Annað dæmi um alþýðlega land-
lýsingu eru Sveitavísur eftir skáldkonuna Björgu Einarsdóttur
(17 1 6—1784).56 Hún er kölluð „umferðarkona“, þ.e. vinnukona en
hvergi í fastri vist.57 Björg var vel hagmælt og kveðskapur eftir
hana er víða varðveittur í handritum. Hún hefur ort lýsingu á
sveitunum á Norðurlandi, stutt kvæði eða vísur um hverja sveit,
en alls eru sveitirnar sem hún lýsir fimmtán. Lýsingar hennar eru
skemmtilega afdráttarlausar; sums staðar er allt svo ömurlegt að
skáldkonan fyllist kvíða þegar hún nálgast staðinn, annars staðar
er allt frábært enda hefur henni þar verið boðið upp á skyr með
rjóma eða ket með floti. Sums staðar lýsir hún einkennum íbú-
anna, t.d. í Mývatnssveit sem hún segir þá vænstu á Norðurlandi
en fólkið hafi orð á sér fyrir að vera „fullt af háði“.
Niðurlag
Hér hefur verið reynt að færa rök fyrir því að kvæði Einars í
Eydölum, Vísnaflokkur um Islands gæði, og kvæði Bjarna Gissur-
arsonar, Vísa um Mjóafjarðarkosti og Um landsins góða kosti,
beri að telja til landlýsingarkvæða. Til samanburðar hefur verið
fjallað um nokkur kvæði sem efnislega kallast á við þessi kvæði
þótt þau tilheyri öðrum bókmenntagreinum. Hér var í upphafi
55 Kolbeinseyjarvísur. Blanda 1. Reykjavík 1918-20:149-162.
56 Hannes Pétursson og Kristján Karlsson (útg.): Islenzkt Ijóðasafn 2. Reykjavík
1975:160-163.
57 Páll Eggert Ólason: Islenzkar œviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940 I.
Reykjavík 1948:201.