Skírnir - 01.09.2002, Side 71
GÍSLI GUNNARSSON
Börn síns tíma
Viðbrögð manna við náttúruhamförum
í samhengi sögunnar'
Upphaf greinarinnar er nokkurs konar „ímyndunarveruleiki".* 1
Hvaða afleiðingar er líklegt að Vestmannaeyjagosið 1973 hefði
haft í för með sér ef það hefði átt sér stað nákvæmlega 200 árum
fyrr en raun varð á? Imyndunin er byggð eins mikið á sögulegum
aðstæðum og staðreyndum þess tíma og kostur er. Með þessu á að
sýna hvernig brugðist er við náttúruhamförum á mismunandi hátt
eftir því sem samfélagsaðstæður leyfa. Hér er sem sagt um að ræða
nokkurs konar sögulega skáldsögu þar sem aðstæðum er lýst í
samræmi við samfélag 18. aldar en atburðir eru uppdiktaðir að
öllu leyti. Þessu næst verður rætt um hversu raunhæfa mynd saga
þessi gefur, að hve miklu leyti er hún í raun og veru góð aldarfars-
* Upphaf greinar þessarar er fyrirlestur með sama heiti sem haldinn var sem fyrsti
(„plenum") fyrirlestur á ráðstefnunni Baráttan við náttúruöflin, landsbyggðar-
ráðstefna Sagnfræðingafélags íslands og Félags þjóðfræðinga á íslandi í sam-
vinnu við heimamenn 13.-14. apríl 2002, að Kirkjubæjarstofu, fræðasetri á sviði
náttúrufars, sögu og menningar.
1 Ég studdist einkum við þessar heimildir við kynninguna á aðstæðum í Vest-
mannaeyjum og ritun sögu í anda „ímyndunarveruleika": Alþingisbœkur Is~
lands, einkum árin 1740-1770 (Reykjavík 1973-1982). Guðjón Ármann Eyjólfs-
son, Vestmannaeyjar, byggð og eldgos (Reykjavík 1973). Hagskinna. Sögulegar
hagtölur um Island, ritstjórar Guðmundur Jónsson og Magnús S. Magnússon
(Reykjavík 1997). Islenzkar œviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940, I-V,
tínt hefur saman Páll Eggert Ólason (Reykjavík 1948-1952). Jarðabók Árna
Magnússonar og Páls Vídalíns, 1. bindi (Kaupmannahöfn 1913-1917). Jón Stein-
grímsson, Sjálfsævisaga, 2. útgáfa (Reykjavík 1945). Lovsamling for Island, eink-
um 3. og 4. bindi (Kaupmannahöfn 1854). Manntal á Islandi 1703 ásamt þrem
sýslum 1729 (Reykjavík 1924-1947). Sigfús M. Johnsen, Saga Vestmannaeyja, 1.
og 2. bindi (Reykjavík 1946). Sveinn Níelsson, Prestatal ogprófasta á Islandi, 2.
útgáfa, með viðaukum og breytingum eftir Hannes Þorsteinsson, Björn Magn-
ússon sá um útgáfuna, 1. bindi (Reykjavík 1949).
Skímir, 176. ár (haust 2002)