Skírnir - 01.09.2002, Síða 72
294
GÍSLI GUNNARSSON
SKÍRNIR
lýsing? Að sjálfsögðu eru móðuharðindin 1783-1785, og viðbrögð
manna við þeim, hér mjög mikilvæg fyrirmynd og er þar mjög
stuðst við reynslusögur 18. aldar klerksins Jóns Steingrímssonar.
Þegar guð í reiði sinni refsaði syndugu fólki í Vestmannaeyjum á
því herrans ári 1773 með eldspúan, hraunstraumi, eimyrju og ösku
hafði fiskileysi um tíma hrjáð eyjaskeggja. Árið 1772 var að vísu
gott bæði til lands og sjávar en íbúar þessara vesælu eyja fengu
ekki notið þess vegna ágengni kaupmannsins, sem einnig fór með
kóngsins umboð í eyjunum og hirti af fólki öll verðmæti þannig
að það stóð eftir í eymd sinni nær berstrípað af öllum heimsins
gæðum.
Eins og alþjóð veit á kóngur vor allar Vestmannaeyjar. Hann á
og nær öll fiskiskip í eyjunum og eru eyjaskeggjar neyddir til að
róa á þessum inventariebátum enda skal hvert heimili útvega einn
mann á hvert konungsskip, sá fær víst bátshlut sinn en umboðs-
maður tekur þrjá hluti. Einnig hirðir hann marga fiska af hlutum
heimamanna fyrir landskuld og kýrfóður, oft fjórða hvern fisk.
Vermenn af landi greiða umboðsmanni marga fiska í verbúðar-
gjöld. Allir greiða heimamenn, sem út róa, tíunda hvern fisk að
auki í tíundina sem skiptist í þrjá hluti jafna, fær umboðsmaður
einn fyrir kóng, en prestarnir að Kirkjubæ og Ofanleiti hvor um
sig hina tvo. Sýslumaður fær að auki einn fisk af hundrað. Hef ég
þá ekki talið upp önnur gjöld eyjabúa eins og lögmannstoll, spít-
alatoll, og fleiri álögur mætti nefna.
Allan fisk verða eyjaskeggjar að selja umboðsmanni, nema
þann fisk sem þeir fá náðarsamlegast til viðurværis að halda fyrir
sjálfa sig og hyski sitt. Jafnvel kemur fyrir að umboðsmaður láti
aðkomna vermenn selja sér hluti sína og banni þeim að flytja fisk
til lands. Einkum var sá umboðsmaður sem á eyjunum bjó á eld-
árinu 1773 gráðugur í kaupskapnum, enda drykkfelldur og fáfróð-
ur, var áður beykir.
Sýslumanninum, Sigurði Sigurðarsyni, veitast embættisstörfin
erfiðlega. Á upphafsárum embættis síns hafði hann reynt að koma
á nýrri skikkan á útgerð Inventarii Skipa, sem væri bæði kóngi og