Skírnir - 01.09.2002, Page 74
296
GÍSLI GUNNARSSON
SKÍRNIR
mundur að Kirkjubæ var enginn búsýslumaður og því mjög fá-
tækur jafnan, og talsvert hneigður til öls. Að auki safnaði hann
bókum, latneskum, fyrir mikið fé. Var séra Guðmundur í stórri
skuld við umboðsmann sem gjarnan lánaði honum fé en gaf hon-
um aldrei skuldir eftir líkt og gerðist með sýslumann. Gekk um-
boðsmaður hart að ekkjunni þegar hún sat í þrotabúi eftir svipleg-
an dauða bónda síns.
Venja hafði verið að verslunarþjónn, eftirliggjari, dveldi í eyj-
unum um vetur, enda ávallt leyfilegt þar þótt löngum hafi það
óleyfilegt verið annars staðar hér á landi. En hin síðari ár gerist
það æ tíðara að kaupmaðurinn og umboðsmaðurinn sjálfur hafi
vetursetu í Heimaey, enda átti verslunin og konungur lengi mikil
og góð dönsk hús að Kornhóli sem voru slíkum höfðingja vel
samboðin. Eru konungsskipin stærri að miklum mun en tíðkast
með skip í öðrum landshlutum. Er það til marks um stærð þeirra
að mikið erfiði er dag hvern að setja bát út eða draga í land. Hafði
konungur nokkrum árum áður, 1762, svo skipað fyrir að sérstök
vél yrði fengin til að draga inventarieskipin þannig að þau kæmust
fyrr til veiða og gætu komið síðar að landi. Umboðsmanni var illa
við þessa tilskipun og enn síður varð hún vinsæl með almúganum
sem aldrei hafði séð þvílíkt spil áður. Benti umboðsmaður á að
margir sterkir karlar hefðust við þar á eyjunni sem væru til lítils
annars gagns fallnir en að draga þung skip, auk þess sem spil þetta
yrði dýrt fyrir hann, fátækan umboðsmanninn. Sá kóngur aumur
á almúga og umboðsmanni og gaf út nýja tilskipun ári síðar um að
spilið skyldi ei keypt.
Þegar djöfuls ósköpin gengu yfir bjuggu í Vestmannaeyjum
hálft þriðja hundrað manns, allt almúgi og erfiðisvinnufólk nema
þeir fjórir mektarmenn, ásamt familíum, sem fyrr hefur verið
greint frá. Fátt var þar um börn, eins og áður sagði, en þó nokkuð
um gamalmenni og var því ómagabyrðin talsverð og er enn. Það
má þó segja að í þeim harðindum sem yfir eyjarnar dundu hafi
ómagar þessir verið burtkallaðir og var það happ fyrir þessa fá-
tæku sveit.
Nóttina 23. janúar 1773 vaknaði fólkið að Kirkjubæ og nálæg-
um hjáleigum og tómthúsum við skjálfta mikinn og drunur. Hélt