Skírnir - 01.09.2002, Page 76
298
GÍSLI GUNNARSSON
SKÍRNIR
Um nónbil sigldu kóngsskipin af stað með umboðsmann og allt
lausafé hans og verslunarinnar, svo og konu hans og börn, einnig
sýslumann með konu hans og börn en engar eigur. Einnig voru í
skipunum siglingamenn sem voru vanir vermenn af landi. Sigldu
þar tiltæk skip, öll kóngsins inventarieskip, enda vörubirgðir mikl-
ar. Eftir sat þar í fjöruborðinu almúginn í Vestmannaeyjum.
Umboðsmaður lét skipin sigla alla leið til Eyrarbakka þar sem
voru góðar vörugeymslur. Komu þau þangað næsta dag. Þótti
mörgum að hér hefði rösklega verið að verki staðið. Þegar um-
boðsmaður hafði hvílst, hélt Jens Lassen, kaupmaður og stór-
bóndi að Eyrarbakka, honum veislu góða. Sýslumaður fór til séra
Jóns Teitssonar að Gaulverjabæ og dvaldi þar ásamt fólki sínu í
sæmilegu yfirlæti. Siglingamenn fóru til heimila sinna víða í sveit-
um og sögðu margt misgott á leiðinni.
Það rann smám saman upp fyrir fólki í nágrannasveitum að úti
í Vestmannaeyjum væri fjöldi manns í lífshættu. En hvernig átti að
bjarga því? Einu skipin á Suðurlandi sem óhætt var að sigla til
Vestmannaeyja eins og málin stóðu, í óvissu veðri, voru komin á
land á Eyrarbakka. Og umboðsmaður kvaðst ekkert leyfi hafa til
að nota konungsins skip til annars en fiskveiða. Á Eyrarbakka
skyldu þau óhreyfð vera uns orð kæmi frá kóngi um aðra notkun
þeirra. En gestgjafa hans, Jens Lassen, líkaði þessi ákvörðun ekki
alls kostar. Jens taldi sig mann nýrra tíma og þótti hugsun um-
boðsmannsins ekki vera nógu upplýsta. Hann vildi samt ekki
styggja umboðsmann en hafði á laun tal af ungum sýslumanni Ár-
nesinga, biskupssyninum Steindóri Finnssyni. Saman töldu þeir
Jens og Steindór að rétt væri að láta landfógeta, Skúla Magnússon
í Viðey, vita af málinu enda var hann æðsti tilsjónarmaður kon-
ungstekna og verslunar í landinu. En vegna veðurs dróst í viku að
farið væri á fund Skúla.
Skúli var ölvaður þegar Steindór náði tali af honum. Sýslumað-
ur hrósaði þó happi að landfógeti skyldi ekki dvelja í Kaupmanna-
höfn eins og hann var vanur að gera um vetur. En svo reiður varð
Skúli við frásögnina að sumir segja að hann hafi orðið ódrukkinn
við tíðindin. Aðrir telja slíkt þó vera ólíklegt. En Skúli var fljótur
að ferðbúast og fór skjótt yfir þótt ekki væri hann ungur lengur,