Skírnir - 01.09.2002, Side 78
300
GÍSLI GUNNARSSON
SKÍRNIR
1602-1787, þar sem konungur leigði kaupmönnum allar tekjur
sínar af Eyjunum og því fór saman að vera þar kaupmaður og um-
boðsmaður. Raunar hafði þetta fyrirkomulag verið í Vestmanna-
eyjum allt frá 1550. Þetta var óvenjulegt fyrirkomulag á Islandi en
átti helst hliðstæðu í Gullbringusýslu um tíma.
Greinarhöfundur hefur nokkrum sinnum, bæði í bók2 og ýms-
um greinum,3 skipt Islandi einokunartímans í tvö aðskilin efna-
hagssvæði, það danska og það íslenska. I því danska, sem náði yfir
Vestmannaeyjar, nær alla Gullbringusýslu og sveitirnar undir
Jökli, þar sem um 10% þjóðarinnar bjó samanlagt að jafnaði, átti
kóngur nær allt land, þar voru fiskveiðar aðalatvinnuvegur og þar
gengu kaupmenn harðast fram, þar fengu kóngur og kaupmenn
nær öll þau verðmæti sem ekki fóru í ýtrustu lífsnauðsynjar íbú-
anna. Á íslenska efnahagssvæðinu, sem voru allir aðrir landshlutar,
fóru slík verðmæti mest til „betri rnanna" íslenskra, leikra og
lærðra, sem sagt til kirkju og einstakra jarðeigenda, þótt vissulega
hafi þar kóngur og kaupmenn einnig fengið nokkuð í sinn hlut. Það
mat er til staðar að um 70% verðmætis umfram lífsnauðsynjar al-
múgans hafi farið til íslenskra höfðingja en um 30% til danskra,4 þar
á meðal til kaupmanns og konungs í Vestmannaeyjum.
Rétt er að hafa í huga í þessu samhengi að um 1700, og senni-
lega nær allan tímann frá miðöldum fram til 1790/1800, bjuggu
um 90% íslenskra bænda í leiguábúð, og voru leiguliðar oft eigna-
litlir, áttu stundum lítinn hluta búfjárins. Greiddu leiguliðar stór-
an hluta af framleiðslu búa sinna til landsdrottna í landskuld og
kúgildaleigur.5
2 Gísli Gunnarsson: Upp er boðið ísaland. Einokunarverslun og íslenskt samfélag
1602-1787 (Reykjavík 1987), bls. 44^19.
3 Skýrast kemur þetta fram í greininni „Afkoma og afkomendur meiri háttar fólks
1550-1800“, íslenska sögubingið 28.-31. maí 1997, Ráðstefnurit II (Reykjavík
1998), bls. 118-132.
4 Sama heimild, bls. 121.
5 Fyrsti fræðimaðurinn sem vakti sérstaka athygli á þeirri kúgun á bændum sem
leiguábúðin hafði í för með sér og það menningarleysi sem af henni hlaust var
þingeyski bóndinn og skólamaðurinn Arnór Sigurjónsson í greininni „Jarðamat
og jarðeignir á Vestfjörðum 1446,1710 og 1842“, Saga (1973). Margir fræðimenn
hafa síðar fjallað um efni þetta.