Skírnir - 01.09.2002, Side 79
SKÍRNIR
BÖRN SÍNS TÍMA
301
í Vestmannaeyjum voru engin kúgildi jarðeigenda upptalin í
jarðabók en í stað kúgildaleigna greiddu leiguliðar umboðsmanni
„kýrfóður" sem var augljós hliðstæða við leigur í öðrum lands-
hlutum.6
Þess ber þó að geta að sumir leiguliðar bjuggu á stórum jörð-
um óskiptum og gátu haft mikið umleikis. Gátu slíkir leiguliðar
talist fremur vel stæðir menn. Einkum var algengt að leiguliðar á
krúnujörðum og jarðeignum biskupsstólanna byggju stórt. For-
eldrar séra Jóns Steingrímssonar, sem rætt verður um hér á eftir,
svo og áar hans flestir, voru þannig vel stæðir leiguliðar Hóla-
stóls.7 Eigendur einkajarða voru öllu fúsari til að koma á marg-
býli á jarðeignum sínum og gerðu flest til að hámarka jarðrentu
sína.
Á 19. öldinni lækkaði þetta hlutfall leiguliða nokkuð en jafn-
framt varð margbýlla á bæjum. Hlutfall leiguliða var þó enn um
75% um aldamótin 1900. Breytingin úr leiguábúð í sjálfsábúð
komst fyrst á verulegt skrið við lok 19. aldar og á fyrstu áratugum
þeirrar 20.
Allir sem ekki réðu fyrir búi urðu að ráða sig í vist nema þeir
sem fengið höfðu lausamannsbréf frá sýslumanni, og fengust þau
uns lausamennska var bönnuð með lögum 1783. Leyfi til lausa-
mennsku mátti aðeins veita, ætti viðkomandi tíu hundruð hið
minnsta.8 Hart var tekið á ólöglegum lausgöngurum sem ekki
gátu með bréfi sannað rétt sinn til lausamennsku, dæmi eru til um
að slíkir lausgangarar hafi verið dæmdir til Brimarhólmsvistar.9
Óhlýðnum leiguliðum krúnunnar í Vestmannaeyjum, sem ekki
fóru í skipsrúm það sem þeim var ætlað, var og refsað.10
6 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, 1. bindi.
7 Um heimildir, sjá hér að neðan, einkum 16. neðanmálsgrein.
8 Upp er boðið Isaland, bls. 33.
9 Sbr. mál Jóns Arngrímssonar sem í þingrétti Vestmannaeyja 14. júní 1752 var
fyrir „4ra ára lösgiængerie ... dæmdur að útsendast til erfiðis á Bremerhólmi
eður tugt-húsinu í næstkomandi 3 ár ... “ (Alþingisbœkur Islands, bindi XIV,
1751-1767, Reykjavík 1977, bls. 74-76).
10 Sbr. mál Ara Eyjólfssonar sem varð Rentukammerinu danska tilefni til sér-
stakra skrifa árið 1745. (Lovsamling for Island, 2. bindi, 1724-1748, Kaup-
mannahöfn 1853, bls. 551).