Skírnir - 01.09.2002, Síða 80
302
GÍSLI GUNNARSSON
SKÍRNIR
Aðrar sögupersónur í frásögninni hér að framan voru hins veg-
ar allar raunverulegar en ekki endilega er allt satt sem um þær er
sagt, enda sagan um eldgosið í Vestmannaeyjum 1773 ekki bein-
línis sönn. Sérstaklega ber að geta þess að endalok séra Guðmund-
ar Högnasonar eru í alla staði skáldskapur, hann dó raunverulega
árið 1795 í hárri elli. Annars er reynt að fylgja sem mest söguleg-
um heimildum um hvern og einn, til dæmis eru mannlífslýsingar
yfirleitt fengnar úr riti Páls Eggerts Ólasonar, Islenzkar æviskrár,
þ.á m. um drykkjuskap. Vitnisburðar um drykkjuskap Skúla fó-
geta þarf hins vegar ekki að leita þar, sá vitnisburður kemur mjög
víða fram! Vegna frekar nöturlegrar lýsingar á sýslumanninum,
Sigurði Sigurðssyni, er rétt að taka fram að samkvæmt ummælum
Páls Eggerts var hann jafnan skuldugur við verslunina sem veitti
honum oft eftirgjöf skulda. Raunar voru sýslumenn í Vestmanna-
eyjum í frekar dapurlegu starfi. Þannig urðu þeir af einhverjum
mikilvægustu tekjum sýslumanna vegna þess að þeir höfðu ekki
rétt til að innheimta í sýslu sinni konungstekjur, það var verkefni
kaupmannsins í Eyjum og ýkjulaust er að segja að sýslumaður hafi
mjög verið háður umboðsmanni um afkomu sína. Eftir Alþingis-
bókum að dæma voru meginverkefni sýslumanna í Eyjunum ein-
mitt þau sem lýst er í frásögninni af Sigurði sýslumanni.
En hvað um aldarandann og þá hörku sem fátæku fólki er sýnt
í frásögninni? Ræðum fyrst um tengslin milli hungurdauða og af-
stöðunnar til ómaga. Hannes Finnsson (1739-1796) biskup, mað-
ur upplýsingar og nýrra tíma, var eigi að síður góður fulltrúi
fornra viðhorfa höfðingja til fátæklinga þegar hann í verkinu
Mannfækkun af hallærum ber saman þá 1500 sem dóu í Stóru-
bólu 1786 („hið bezta og mannvænlegasta fólk“)n og hins vegar
þau tíu þúsund sem dóu umfram fædda í móðuharðindunum
1784-1785: „Get eg því eigi kallað það fjarstæðt, sem ég heyrt hefi
nokkra segja, að mannskaðinn í bólunni hafi verið landinu meiri
og óhagkvæmari en hinn í hallærinu, því að í hallærum deyr fyrst
og mest óspilunar-, ankrama-, óhófs- og umferðar-fólk og þeir
11 Hannes Finnsson: Mannfœkkun af hallarum. Hér er stuðst við bókaútgáfu á
grein Hannesar í Riti Lœrdómslistafélagsins, 14 (1793) (Reykjavík 1970), bls.
139.