Skírnir - 01.09.2002, Side 81
SKÍRNIR
BÖRN SÍNS TÍMA
303
sem annars eru vegna veikinda til lítillrar uppbyggingar. Svo vóru
t.d eptir síðustu harðindi mjög fáir spítelskir eptirlifandi".12
Upplýsingarmaðurinn Hannes Finnsson hafði ekki síður af-
dráttarlausar skoðanir á öllu flakki og annarri lausung: „Eingin
manneskja ætti að líðast vistlaus eður að vera flakkandi, heldur
ættu óumflýjanlegar bætur eða, hvar þær eigi fást, þá líkamlegt
straff liggja við óþarfa snatt og vergángs flakk ... Eins ætti sekt að
liggja við, hvörr sem vísvitandi ferjaði, flytti eða hýsti flakkara".13
Refsihugmyndir upplýsingarmannsins eru og athyglisverðar:
„Eptir allra þjóða reglu: Qui non habet xre, luat in corpore“,14
sem útleggst: „Sá sem ekki á fé, gjaldi þess á líkama sínum".
Úr því að maður upplýsingar kemst þannig að orði við lok 18.
aldar, hvað þá um alla þá íslendinga sem lifðu óupplýstir í fornum
samfélagsháttum og þankagangi? Alla sýslumennina og hrepp-
stjórana? En hví þótti eðlilegt að sýna ómögum einhvers konar
grimmd (eins við nútímamenn skynjum slík fyrirbæri í þessu mjög
miskunnsama samfélagi nútímans hér á landi)? Nauðsynlegt er að
við skiljum forsendur hörkunnar í mannlegum samskiptum fyrr á
öldum. Meirihluti landsmanna bjó á mörkum ýtrustu fátæktar, ef
ómagafólki var sýnd miskunn umfram það sem gert var, gekk á
sjóði margra þeirra sem töldust þrátt fyrir allt vera bjargálna og
kom þeim og fjölskyldum þeirra í hættu sveitaómegðar.
í „sögulegu skáldsögunni" var mikið stuðst við efnisatriði
sjálfsævisögu Jóns Steingrímssonar, eldklerksins að Prestbakka og
prests til Kirkjubæjarklausturs, einkum lýsinguna á aldarandan-
um. Fyrst skulu rakin helstu æviatriði Jóns. Hann segir svo í upp-
hafi ævisögu sinnar í stíl sem hefur heillað marga: „Eg, Jón Stein-
grímsson, fyrir guðs sérlega gæsku og miskunnsemi prófastur yfir
Skaftafellssýslu og prestur til Kirkjubæjarklausturs safnaða, er
borinn og barnfæddur í þennan heim á Þverá í Blönduhlíð í Skaga-
firði í Hegranessýslu, eftir vors frelsara hingaðburð 1728, af guð-
hræddum og frómum foreldrum".15 Þverá var 44 hundraða jörð í
12 Saraa stað.
13 Sama heimild, bls. 185—186.
14 Sama heimild, bls. 188.
15 Sjálfsævisaga Jóns Steingrímssonar, bis. 4.