Skírnir - 01.09.2002, Síða 83
SKÍRNIR
BÖRN SÍNS TÍMA
305
klausturhaldari sennilega erft eignir í Skaftafellssýslu (Reyni og
Dyrhóla).19
Kona Jóns Vigfússonar var Þórunn Hannesdóttir Scheving
(1718-1784), einnig af miklum höfðingjaættum. Bæði faðir henn-
ar og föðurafi, Hannes og Lárus Scheving, höfðu verið sýslumenn
í Vaðlaþingi. I móðurætt hennar var hver prelátinn af öðrum,
móðurafi var Steinn Jónsson Hólabiskup.
Þessi auðugu hjón lifðu miklu eymdarlífi því að klausturhald-
arinn var ferlegasti drykkjumaður, tók langa fyllerístúra og varð
við þær aðstæður fljótt fullviss um að allur heimurinn væri sér
andsnúinn. Lamdi þá konu sína, einkum þegar hún var barnshaf-
andi, stundum þannig að henni var vart hugað líf. Sem djákn á
staðnum var Jón í reynd hjú þeirra hjóna, að vísu með sérstök rétt-
indi.
Klausturhaldari drakk sig endanlega í hel 1752. Ásamt þjón-
ustu sinni varð Jón Steingrímsson nú ekkjunni, sem hrjáð var á
sálinni eftir erfitt líf, til halds og trausts og það í ríkum mæli. Að
tillögu þjónustunnar, indælustu konu að sögn Jóns, greip hann til
virkra aðgerða ekkjunni til huggunar eða eins og segir í ævisög-
unni: Þjónustan svipti Jón utanhafnarklæðum og dreif hann í
rúmið hjá ekkjunni, „og byrjuðust svo okkar fyrstu þess háttar
samfundir með heitri bæn og sárum trega á báðar síður; bundum
svo í guðs nafni ástir saman, sem þó ofbráðar urðu í þeim óynd-
isúrræðum, að undir kom fyrir tíma barnfuglinn Sigríður dóttir
mín“.20
Skjótlega ákváðu þau Þórunn að fá samband sitt löghelgað. Til
svara fyrir hönd ættarinnar var Jórunn Steinsdóttir, móðir Þór-
unnar, prestmaddama að Laufási. Vildi Jón fá „veltalandi skikkan-
legan mann ... í þá giftumálaleitan". En „þá til þeirra efna kom,
fengum við engan, því þeim sýndist þetta vera ofur hátt fyrir mig,
en niðurdrep fyrir hana“.21 Bóndasonurinn og ölmusunemandinn
var ekki talinn gott mannsefni fyrir ekkju og dóttur höfðingja,
þótt hún sjálf óskaði þess. Jón fór því sjálfur á fund prestmaddöm-
19 Efnamenn og eignirþeirra, bls. 41, 68.
20 Sjálfsœvisaga, bls. 92.
21 Sama heimild, bls. 93.