Skírnir - 01.09.2002, Side 84
306
GÍSLI GUNNARSSON
SKÍRNIR
unnar sem tók honum prýðilega og blessaði væntanlegan ráðahag.
Var svo haldið mikið og langt brúðkaup þeirra Þórunnar.
Eftir lát hennar skrifaði Jón í sjálfsævisögu sinni sérdeilis fallega
minningu.22 Hann minnist þar nokkuð á æsku Þórunnar. Hún
missti föður sinn barn að aldri og ólst upp hjá móður sinni og
stjúpföður, séra Stefáni Einarssyni að Laufási. Séra Stefán,
„hálærður maður“, kenndi stjúpbörnum sínum ýmsan lærdóm,
einkum stjúpsonum, en Þórunn fékk að fylgjast með. „Dáðist
hann (þ.e. séra Stefán) svo að skarpleik hennar, að hann sagði: ,Ó,
hvað gekk guð til þess, að þú, Þórunn, varðst ekki drengur, - þú
nemur allt og manst allt‘“.23
Fljótlega urðu hjónin að yfirgefa Reynistað, nýr klausturhald-
ari var biskupsekkjan Þóra Björnsdóttir, mágkona Skúla Magnús-
sonar, nú landfógeta, hið versta og siðlausasta flagð að mati Jóns
Steingrímssonar. Hann gat ekki orðið prestur í bili vegna of skjótr-
ar barneignar með konu sinni, eins og fyrr var greint frá. Fóru þau
að búa á góðri Hólajörð í Skagafirði; athyglisvert er að þau settust
ekki að á einhverri eignarjörð Þórunnar eða barna hennar á upp-
hafsárum hjónabandsins.
Mikil harðindi voru fyrir Norðurlandi á árunum 1754-
1756/1757, eins og Jón rekur margsinnis í bók sinni. Þetta voru
mikil hafísár sem skemmdu jafnan miklu meir fyrir fólki norðan-
lands og austan en sunnanlands og vestan vegna þess að haf-
straumar ráða mestu um lofthita á landi hér.24 Hugur Jóns beind-
ist því til Suðurlands: „Nú þar sem þau dauðlegu harðindi héldust
við í Norðurlandi, en Reynir og Dyrhólar hér eystra, sem stjúp-
börn mín áttu, voru komin í ýmislegt óstand ... setti ég mig í
þanka að flytja mig hingað,25 hvað minni góðu konu var og
ljúft“.26 Jón fór sjálfur við þriðja mann suður haustið 1755 og at-
22 Sama heimild, kafli XLIX, bls. 242-247.
23 Sama heimild, bls. 243.
24 í þessu samhengi, sjá t.d. Gísla Gunnarsson, „Fishermen and Sea Temperature.
Past Time Covariation Studies of the Situation in Iceland’s South and
south/central West during the Little Ice Age“. Northem Seas Yearbook 1999
(St. John’s, Newfoundland 2001).
25 Sjálfsævisagan var skrifuð í Skaftafellssýslu.
26 Sjálfsxvisaga, bls. 99.