Skírnir - 01.09.2002, Page 85
SKÍRNIR
BÖRN SÍNS TÍMA
307
hugaði aðstæður. Setti hann upp bú að Hellum í Reynishverfi og
lét síðar sækja fólk sitt norður. Athyglisvert er hve búsældarlegra
honum fannst þá vera í Mýrdalnum en í kuldanum á Norðurlandi,
þótt Kötlugos væri þá í fullum gangi.
Árið 1760 var Jón Steingrímsson kallaður til prests í Sólheima-
þingi þar í Mýrdalnum. Flutti hann þá að kóngsjörðinni Felli og
bjó þar þau 17 ár sem hann var prestur í Mýrdalnum. Árið 1778
varð hann „prestur til Kirkjubæjarklausturs safnaða"27 og fékk til
afgjaldsfrírrar búsetu jörðina Prestbakka. Þar hélt hann embætti
og búi til dauðadags 1791. Þórunn kona hans lést í móðuharðind-
unum 1784.
Þau Þórunn áttu fimm dætur sem allar gengu að eiga presta.
Allar eignuðust þær börn nema sú næstelsta, Jórunn, gift 1789,
dáin 1791, fimm vikum eftir að faðir hennar var allur. Afkomend-
ur Jóns Steingrímssonar eru því margir.
Báðir stjúpsynir Jóns urðu stúdentar en hvorugur komst
nokkuð áfram í lífinu að öðru leyti, sá eldri eyddi ungur öllum arfi
sínum og hvarf úr landi. Hinn settist að í Reynishverfi eftir lát
stjúpföður síns eftir að hafa búið í öðrum landshlutum áður. En
um stjúpdótturina skrifar Jón: „Það jók og mikið á meinsemdir
konu minnar, að dóttir hennar, Karítas, lét fallerast og hlaut því að
giftast manni þeim sem hún nú á, er heitir Þorsteinn Eyjólfsson, af
góðu bóndaslekti kominn, hann sjálfur góður smiður, verkmaður
og prýðismaður í allri framgengni ,..“.2S Ættarstolt og stéttarvit-
und Þórunnar Hannesdóttur Scheving hefur ekki horfið við að
giftast Jóni Steingrímssyni.
Jón Steingrímsson kvæntist aftur haustið 1787 eftir annasama
leit að konuefni, hét önnur kona hans Margrét Sigurðardóttir,
fædd 1757,29 prestsdóttir (hvað annað?) úr Borgarfirði. Þau gengu
bæði varkár til verksins og dvaldi Margrét fyrst um tíma á Prest-
bakka til að sjá hvernig þeim litist á framhaldið. Jón skrifar: „Fékk
ég þá svo sterk blóðköst er ei tók úr nærfellt í 5 dægur, og hefði þá
27 Orðalag Jóns sjálfs, sbr. Sjálfsœvisögu, bls. 4.
28 Sama heimild, bls. 141.
29 Sama heimild, bls. 257.