Skírnir - 01.09.2002, Síða 89
SKÍRNIR
BÖRN SÍNS TÍMA
311
og aðra, þó með stærri biðlund og vægð en verðskuldað höfðum,
sem eftir fylgdu".39
Það kemur nútímamönnum sennilega undarlega fyrir sjónir að
Jón Steingrímsson hafi talið að eldgos sem olli því ásamt meðfylgj-
andi hörmungum að íslensku þjóðinni fækkaði um fimmtung,
væri vægari refsing guðs en fólkið ætti skilið.
Guð stóð að jafnaði við hlið Jóns Steingrímssonar í öllum deil-
um hans og straffaði því óvinum hans og eru mýmörg dæmi nefnd
um þetta í sjálfsævisögunni. Skulu hér aðeins rakin dæmi af skipt-
um hans við biskupsekkjuna Þóru Björnsdóttur.40 Vegna stórkost-
legs yfirgangs Þóru í garð þeirra hjóna, lét guð alla hesta Þóru
drepast veturinn 1753, eða eins og Jón orðaði það: „Svo hagaði for-
sjón guðs þessu sem fleiru okkur til lukku á móti tilstilli þeirra“.41
Þremur árum síðar (1756) kom Jón í Skagafjörðinn, að því er virð-
ist í síðasta sinn. Fór þá Þóra að jaga hann og krefja um 70 álna
greiðslu. Refsing guðs lét ekki á sér standa: „... veturinn á eftir
brann allt klaustrið til kaldra kola“.42
Ekki fer á milli mála að móðuharðindin voru áfall mikið og
hefðu verið það við hvaða aðstæður sem var. í raun má segja að
eldgosið 1783-1784 hafi gert íbúum tveggja hreppa, Leiðvallar- og
Kleifahreppa, 1130 manns, ókleift, eða því sem næst, að búa þar í
sveit í eitt ár eða tvö. Tólf bæir fóru undir hraunið. Átta bæir til
viðbótar fóru í eyði í 10 ár eða lengur vegna eldgossins.43 Margir
flúðu hreppana, oft til þess eins að deyja úr hungri á flakki, þótt
flóttafólkið hefði fengið attest, einkum frá Jóni Steingrímssyni,
um að mega fara.44 En sumir voru um kyrrt og margir þeirra dóu,
aðallega úr hungri. Jón Steingrímsson, ríkasti maðurinn þar í
sveitum, lýsir nöturlegu lífi sínu og sinna 1783-1784, en eftir voru
39 Sama heimild, bls. 182.
40 Jón Steingrímsson hafði margt og margvíslegt ljótt að segja um frú Þóru sem
ekki verður rakið hér frekar.
41 Sama heimild, bls. 95.
42 Sama heimild, bls. 117.
43 Gylfi Már Guðbergsson og Theodór Theodórsson: „Áhrif Skaftárelda á byggð
og mannfjölda í Leiðvallarhreppi og Kleifahreppi“, í Skaftáreldar 1783-1784.
Ritgerðir og heimildir (Reykjavík 1984), bls. 99-117.
44 Sjálfsavisaga, bls. 186.