Skírnir - 01.09.2002, Qupperneq 90
312
GÍSLI GUNNARSSON
SKÍRNIR
að Prestbakka auk hans kona hans, ein dóttir og aðkomin prests-
ekkja. „Kjötið, sem étið var af skepnunum, var fullt af pest, item
vatnið sem menn hlutu að drekka“. „Svo var matvælum niðurrað-
að, að 1 mörk smjörs (um 250 grömm) skyldi vera handa hverjum
manni í viku, sem nægði, þá af öðru var nóg“. En því fór fjarri.45
Það var hungrið sem drap flesta: „Manndauðinn virðist þó
einkum hafa orðið þegar hungrið fór að sverfa að og einna mestur
í Þingeyjarsýslu ...“.4é Ef velta á fyrir sér spurningunni um hvort
mannfall í móðuharðindunum hafi verið að einhverju eða miklu
leyti af manna völdum, er því rétt að beina augum að hungursótt-
unum og hvort hægt hefði verið að afstýra þeim að einhverju
leyti.47 En fyrst er rétt að rekja áfallasögu þessara ára því að þau
voru engan veginn bundin við eldana.
Sjálft eldgosið stóð af fullum þunga frá 8. júní 1783 og lauk 7.
febrúar 1784. Eftirhreytur héldust samt til haustsins það ár. En
1785 gusu Grímsvötn frá vori langt fram á haust.48 Gras ónýttist
víða um land sumarið 1783 vegna móðu og ösku, misjafnlega þó
eftir landshlutum. Skepnur féllu því úr hor bæði vegna heyleysis
og jarðbanna því að veturinn 1783-1784 var harður mjög. Sumar-
ið 1784 var bæði kalt og úrkomusamt víðast hvar um land og var
grasvöxtur lítill, hugsanlega ekki aðeins vegna kulda heldur og
gamals öskufalls. Þótt næsti vetur, 1784-1785, væri mildur, svo og
sumarið 1785, hélt fólk áfram að deyja úr hor árið 1785 enda bú-
fénaður ekki nægur eftirlifandi. Fiskveiðar voru hins vegar eðli-
legar allan þennan tíma og fiskur var fluttur frá landinu bæði árin
1784 og 1785, enda hagur konungsverslunarinnar. Almennt lifði
45 Sama heimild, bls. 183, 185.
46 Guðmundur Pétursson, Páll A. Pálsson, Guðmundur Georgsson: „Um eitur-
áhrif af völdum Skaftárelda“ í Skaftáreldar 1783-1784, bls. 81-96. Sjá einnig í
sömu bók grein Guðmundar Hálfdanarsonar, „Mannfall í Móðuharðindum",
bls. 139-162.
47 Þessi efnisatriði hafa að vissu marki, þó í styttra máli og með færri tilvísunum,
áður verið rædd í ritverki greinarhöfundar í bókinni Skaftáreldar 1783-1784,
„Voru Móðuharðindin af manna völdurn?", bls. 235-242 og í bókinni Upp er
boðið ísaland, bls. 197-200.
48 Sigurður Þórarinsson: „Annáll Skaftárelda", Skaftáreldar 1783-1784, bls.
11-36.