Skírnir - 01.09.2002, Page 91
SKÍRNIR
BÖRN SÍNS TÍMA
313
fólk sem bjó að staðaldri við sjávarsíðuna harðindin nokkuð vel en
hins vegar streymdi þangað örmagna fólk úr sveitunum og fékk
það oft í sjávarbyggðum skjótan dauðdaga. Jón Steffensen hefur
getið sér þess til að orsökin hafi verið sú að aðkomufólkinu var oft
gefið mest feitt hákarlalýsið ómælt til að seðja hungur sitt, en það
inniheldur mikið A-vítamín sem getur orðið banvænt í mjög stór-
um skömmtum.49
Engin forðabúr voru í landinu sem grípa mátti til ef hung-
ursneyð kom. Ekki má gleyma því hve lélegar samgöngurnar
voru, bæði innanlands og við útlönd. I síðara tilfellinu bætti ekki
skipulag einokunarverslunarinnar úr skák. En hvernig brugðust
embættismenn krúnunnar við harðindunum?50
Fréttir um Skaftáreldana bárust til Kaupmannahafnar með
kaupmönnum á haustskipunum 1783, raunar þær fyrstu þegar
seint í júlí.51 Vegna þessara frétta var ákveðið 25. september að
senda „Kammerherre Levetzow" og honum til aðstoðar „Studios-
us Magnus Stephensen" til Islands til að rannsaka sannleiksgildi
þessara frásagna. Lögðu þeir úr höfn 11. október en urðu veður-
tepptir í Noregi og komust ekki til íslands fyrr en 16. apríl 1784.32
Áður en réttmæt skýrsla frá réttmætum sendimönnum bærist
stjórninni hélt hún augljóslega að mestu leyti að sér höndum þrátt
fyrir það að 15. október sama ár hafi hún fengið í hendur ná-
kvæma skýrslu um hörmungarnar.53
Skýrsla þessi barst æðstu ráðamönnum ríkisins frá Rentu-
kammerinu. Hún byggir mjög á frásögnum Jóns Steingrímssonar
49 Jón Steffensen: „Hungursóttir á íslandi", í ritgerðasafni hans Menning og
meinsemdir (Reykjavík 1975), bis. 341-421, hér bls. 391-392.
50 í frásögninni um viðbrögð krúnunnar verður fylgt í meginatriðum efni sem
þegar hefur birst í bókinni Upp er boðið Isaland, bls. 198-200, þó með
nokkrum mikilvægum breytingum, sbr. þær tvær tilvísanir sem hér næstar
koma.
51 Lovsamling for Island, 4. bindi, 1773-1783, Kaupmannahöfn 1854, bls. 756.
52 Sama heimild, bls. 757-758.
53 Sama heimild, bls. 761-763. Þar er bæði að finna heimild um móðuharðinda-
skýrsluna og orðrétt viðbrögð Rentukammersins við henni. Móðuharðinda-
skýrsluna er að finna samkvæmt Lovsamling for Island í Rentek. Norske Relat.
og Resol. Prot. 64, Nr. 90.