Skírnir - 01.09.2002, Page 92
314
GÍSLI GUNNARSSON
SKÍRNIR
um áhrif móðuharðindanna enda er harðindunum lýst þar í smá-
atriðum. Þar er einnig skýrt frá því að forstjóri íslandsverslunar-
innar, Carl Pontoppidan, hefði komið með þá tillögu að þegar í
stað yrði hafin almenn söfnun í báðum ríkjum Danakonungs
(Danmörku og Noregi). Svör Rentukammersins, dagsett 23. októ-
ber sama ár, voru þau að ef stiftamtmaðurinn á Islandi gæfi til þess
leyfi, og hefði með því eftirlit, mætti opna forðabúr verslunarinn-
ar svo að þeir sem bjuggu við neyð á Suðurlandi gætu strax feng-
ið matvöru þaðan. Enn fremur að einstaklingum væri leyfilegt að
gefa fé til nauðstadds fólks á íslandi og átti að senda féð til Carls
Pontoppidans sem síðan léti það í hendur Rentukammersins til
frekari ráðstöfunar.
Margt er athyglisvert við viðbrögð þessi. Hvergi var þess getið
hvernig koma ætti skilaboðum um hugsanlega opnun forðabúra
til stiftamtmannsins á íslandi en næstu skip sem sigldu til landsins
áttu ekki að leggja úr höfn fyrr en vorið 1784. Áskorun Pontoppi-
dans um almenna söfnun stjórnvalda var í reynd hafnað en í stað-
inn var fólki náðarsamlegast leyft að gefa fé til nauðstaddra. Og
stjórnin sjálf hugðist ekkert fé láta af hendi til fórnarlamba harð-
indanna.
Þann 10. desember 1783 gerðist stjórnin örlítið sveigjanlegri í
þessum Islandsmálum. Gefið var leyfi til söfnunar fyrir nauð-
stadda á íslandi í kirkjum í Kaupmannahöfn tvo sunnudaga.54 Alls
safnaðist þá 9.701 ríkisdalur. Upphæðin minnkaði smám saman
samkvæmt heimildum og var orðin 9.000 ríkisdalir í apríl 1784.55
Gefin var út tilskipun 19. apríl 1784, skömmu áður en vorskip-
in lögðu úr höfn á leið til Islands, að kaupmenn skyldu sýna mikla
aðhaldssemi í hjálp við nauðstadda. Lögð var áhersla á að enginn
óverðugur einstaklingur fengi fjárstyrk vegna harðindanna.56 Og
vorskipin höfðu engar verulegar aukabirgðir af korni til að mæta
aukinni eftirspurn í landinu eftir matvælum vegna harðindanna.
Enda varð fljótt kornleysi á kauphöfnum sumarið 1784, fólk gat
54 Sama heimild, bls. 766-767.
55 Lovsamling for Island, 5. bindi, Kaupmannahöfn 1855, bls. 51.
56 Sama heimild, bls. 50-54.