Skírnir - 01.09.2002, Síða 93
SKÍRNIR
BÖRN SÍNS TÍMA
315
ekkert korn keypt. Einn þeirra sem áttu í mesta basli við að festa
kaup á korntunnu var séra Jón Steingrímsson.
Sumarið 1784 voru komin marktæk vitni um harðindin.
Kammerherra Levetzov og stúdíósus Stephensen voru komnir til
höfuðborgarinnar eftir Islandsrannsókn sína. Gefin var út tilskip-
un 21. júlí það ár að 3000-4000 korntunnur yrðu sendar aukalega
til landsins með sérstöku tilliti til harðindanna.57 Fyrir móðuharð-
indin voru oftast fluttar til landsins 10-20 þúsund korntunnur og
árið 1785 voru þær 32.000.58 Hér réð stjórn verslunarinnar ein
ferðinni, hér var um viðskipti að ræða, ekki ölmusu.
Fyrst 9. febrúar 1785 var gefið leyfi fyrir allsherjarsöfnun í
kirkjum í ríki Danakonungs til hjálpar þurfandi Islendingum.
Söfnuðust alls rúmlega 46.000 ríkisdalir59 sem nam broti úr verð-
mæti íslenskrar útflutningsverslunar við venjulegar aðstæður.60
En þegar átti að ráðstafa þessum peningum til fórnarlamba harð-
indanna var hættan liðin hjá. Islendingar gátu komist af án aðstoð-
ar erlendis frá. Tilskipun var um það gefin að safnféð skyldi ekki
flutt til íslands.
Þetta var aðstoðin sem Islendingar fengu frá arfafursta sínum,
kónginum í Kaupinhöfn. En hvernig dæmdu samtíðarmenn við-
brögð samfélagsins við móðuharðindunum? Víkjum fyrst að þeim
fræga manni, Skúla Magnússyni, sem að venju hafði sitthvað til
málanna að leggja.61
í ritgerð sem kom út 178462 rekur Skúli skýringar á orsökum
fátæktar á íslandi. Ein ástæðan væri vítahringur framtaksleysis og
fátæktar, en verslunarfyrirkomulagið væri samt aðalorsök „til Is-
57 Sama heimild, bls. 99-100.
58 Jón Aðils, Einokunarverzlun Dana á íslandi 1602-1787 (Reykjavík 1919), bls.
440-441.
59 Lovsamlingfor Island, 5. bindi, bls. 123-124.
60 Á tímabilinu 1774-1783 nam verðmæti íslenskrar útflutningsvöru að meðaltali
262.196 ríkisdölum ár hvert, sbr. Skúli Magnússon, Forsog til en kort Beskrivel-
se af Island (1785), Bibliotheca Arnamagnæana, vol V (Kaupmannahöfn 1944),
bls. 127.
61 Hér er að hluta endursagt efni í áður útgefnu verki, „Voru Móðuharðindin af
manna völdum?“, bls. 237.
62 „Fyrsti Viðbætir til Sveitabóndans“. Rit Lterdómslistafélagsins, 5. bindi (1784).