Skírnir - 01.09.2002, Page 94
316
GÍSLI GUNNARSSON
SKÍRNIR
lands almennu, ónáttúrulegu og óbærilegu fátæktar, sem hefur í
svo mörg ár svipt landið þeim nauðsynlegu kröftum að leita sinn-
ar náttúrulegu næringar til lands og vatns. Hvorki jarðeldar, jarð-
skjálftar, skriðuföll né landbrot, ei heldur drepsóttir, vetrarharð-
indi né hafís er höfuðorsökin, ei heldur vanbrúkun tóbaks og
brennivíns og skrúðklæða burður, ei heldur leti með hirðuleysi
framar en hvað örbirgðinni ávallt fylgir; á öllu þessu ber svo mik-
ið, vegna þess að fátæktin er fyrirfram orðin yfirnáttúruleg, getur
hvorki fætt né klætt líkamann".63 Síðar í ritgerðinni víkur Skúli að
móðuharðindunum, skemmd „heys og grass af rykinu frá jarðeld-
um, svo það lætur til sem náttúran bendi mönnum til að hafa
framvegis meiri aðgætni og betri reikning á atvinnu sinni“.64
Þegar mannfallið í móðuharðindunum var orðið öllum ljóst og
þau að mestu leyti eða öllu yfirstaðin, eða á árunum 1785 og 1786,
sá Skúli sérstaka ástæðu til að endurtaka framangreind ummæli sín
óbreytt.65
Prófessor Christian U.D., barón von Eggers, sem var einn
þeirra konunglegu embættismanna er rannsökuðu hag Islands í
kjölfar móðuharðindanna, komst þannig að orði árið 1786: „Það
verður hverjum manni augljóst, að sú hungursneyð, með öllum
hennar hryggilegu afleiðingum, sem er komin upp á þessu landi,
svo auðugt sem það er af náttúrunni til af allskonar matvælum, er
einungis komin af klaufaskap í stjórn landsins, og af engu öðru“.66
Hroki embættismanna einveldisins var veigamikill þáttur í því
hvernig málin þróuðust, eins og við sáum þegar neitað var að taka
mark á frásögnum kaupmanna um harðindin 1783. Skýrt kom
embættishrokinn fram í málaferlunum gegn Jóni Steingrímssyni
1784-1785.
63 Sama heimild, bls. 175-176.
64 Sama heimild, bls. 178.
65 Beskrivelse af Gullbringu og Kjósarsýslu (1785). Bibliotheca Arnamagnæana, 4.
bindi (Kaupmannahöfn 1944), bls. 132. Forsog til en kort Beskrivelse af Island
(1786), sbr. ofanritað, bls. 82-83.
66 Christian U.D., barón von Eggers, Philosophischke Schilderung von Island
(1786), formáli bls. 4, tilvitnun hér er tekin úr ritgerð Jóns Sigurðssonar, „Um
fjárhagsmálið“, Ný Félagsrit, XXII (1862), bls. 53.