Skírnir - 01.09.2002, Page 95
SKÍRNIR
BÖRN SÍNS TÍMA
317
Stiftamtmaður hafði sent Jón sumarið 1784 með pakka til
sýslumannsins í Skaftafellssýslu sem í voru 600 ríkisdalir til hjálp-
ar nauðstöddu fólki í sýslunni. A leiðinni austur mætti Jón ýms-
um nauðlíðandi Skaftfellingum í leit að búfé til kaupa á þokkalegu
verði í Rangárþingi. Jón tók úr pakkanum 245 ríkisdali til hjálpar
fólkinu og fékk síðan Lýði Björnssyni sýslumanni pakkann með
355 ríkisdölum og kvittunum fyrir því sem hann hafði úthlutað.
Sýslumaður sendi stiftamtmanni skýrslu um málið ásamt þeim
kvittunum sem Jón hafði fengið. Stiftamtmaður brást hinn versti
við og ásakaði Jón um óhlýðni við yfirvöld, pakkinn átti að af-
hendast sýslumanni óskertur samkvæmt fyrri tilskipun. Utbjó
stiftamtmaður ásamt yfirmanni Jóns, Hannesi biskupi, ákæru á
hendur Jóni fyrir óhlýðni og sviksemi. Klerki varð felmt við eins
og gefur að skilja, fólk hafði farið á Brimarhólm fyrir minni sakir.
Vottorð alþýðu manna um ágæti Jóns í orði og athöfnum virðast
aðeins hafa hleypt illu blóði í yfirvöldin, var Jón Steingrímsson að
efna til uppþots? Að minnsta kosti er ljóst að vinsældir Jóns með-
al almúgans urðu honum ekki til framdráttar hjá höfðingjunum.
En allt endaði málið þó þokkalega enda átti Jón ennþá vini og
bandamenn í háum stöðum. Lauk þessum stórkostlega mála-
rekstri með því að Jón var dæmdur í 5 ríkisdala sekt fyrir að opna
pakkann og auk þess átti hann að biðjast opinberlega afsökunar á
svívirðilegu athæfi sínu.67
„Móðuharðindin voru margslungið fyrirbæri þar sem saman
fóru margs kyns náttúruhamfarir í samfélagi sem á engan hátt var
tilbúið að mæta slíkum hamförum. Saman fóru eldar og ísar, verð-
fall á íslenskum útflutningsvörum, slæmt verslunarfyrirkomulag,
almenn fátækt, skeytingarleysi íslenskra yfirvalda gagnvart örlög-
um fátæklinga og viðbragðstregða skriffinna krúnunnar ...“.6S
Svipaðar skýringar gilda um önnur harðindi og aðrar náttúruham-
farir. Hér þurfum við að beina athygli okkar að ólíkum viðbrögð-
um samfélagsins á ýmsum tímum við hamförum.
67 Sjálfsœvisaga, bls. 187-208, 376-380.
68 „Voru Móðuharðindin af manna völdum?“, bls. 240.