Skírnir - 01.09.2002, Page 100
322
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
í ritgjörðum slíkum sem von þykir að verði enni íslensku þjóð að sem
mestum notum samkvæmt tilganginum.
§3-
Ritgjörðir þær sem félagið lætur prenta geldur það þóknun fyrir, ef höf-
undurinn æskir þess; 10 dali eður þaðan af meira fyrir hverja prentaða örk
í frumriti og 5 dali eður meira fyrir örkina af útleggingum, hvort heldur
höfundurinn er félagslimur eða ekki. Góð kvæði launar félagið tvöföldu.
Ritgjörðir allar og kvæði skulu lesin upp á fundi áður tekin eru til prent-
unar, og skal velja nefnd til að dæma um ritin ef þörf gjörist, en nefnd sú
skal aðeins kosin um sinn. Nefndin er skyld að færa félaginu röksemdir
fyrir ályktunum sínum, og höfundinum eins, ef hann æskir þess; þó verð-
ur ályktunum nefndarinnar ekki hnekkt nema eftir atkvæðafjölda á
[fundum].1
Um líkt leyti og Jón Sigurðsson vann að lögum félags síns voru
Fjölnismenn að ræða lög sín á fundum. Afraksturinn af þeirri um-
ræðu má sjá í handriti með hendi Gísla Magnússonar sem varð-
veitt er í JS 516 4to. Þar eru fyrstu greinarnar svohljóðandi: „Is-
Iendingar viljum vér allir vera. Vér viljum vernda mál vort og
þjóðerni. Vér viljum hafa alþing á Þingvelli." I þessum lagagrein-
um drottnar viðhorfið til tungu og þjóðernis og fornaldardýrkun
með þinghaldi á Þingvelli.
Jón Sigurðsson talar að vísu um að „glæða ... þjóðaranda
vorn“, en hann leggur megináherslu á að birta þarflegar ritgjörðir
og „efla allskonar nytsaman fróðleik og kunnáttu Islendinga", líkt
og Baldvin Einarsson vildi gjöra í Armanni á Alþingi.
Frumrit margra þeirra kvæða sem birtust í Nýjum félagsritum,
einkum frá fyrri hluta þess tímaskeiðs sem ritið kom út, eru varð-
veitt í handritasafni Jóns Sigurðssonar JS 153-155 fol. Þarna eru
kvæði Benedikts Gröndals, Gísla Brynjúlfssonar, Steingríms
Thorsteinssonar, Matthíasar Jochumssonar og Gyðingurinn gang-
andi eftir Grím Thomsen, svo að eitthvað sé nefnt.
Því má skjóta hér inn í að skáldin sem ortu í Ný félagsrit ortu
einnig lofkvæði um Jón Sigurðsson lífs og liðinn þegar tilefni
gáfust til með einni undantekningu. Grímur Thomsen þagði
1 JS 153 a, fol.