Skírnir - 01.09.2002, Síða 101
SKÍRNIR
NÝ FÉLAGSRIT OG SKÁLD ÞEIRRA
323
þunnu hljóði. Hann orti hins vegar eftirmæli eftir Fjölnismennina
Jónas Hallgrímsson, Brynjólf Pétursson og Konráð Gíslason.
Skáld Nýrra félagsrita voru öll Hafnarstúdentar nema Matthí-
as Jochumsson. Sama gilti nær undantekningarlaust um þá sem
skipuðu forstöðunefndina á hverjum tíma. Jón Sigurðsson var sá
eini sem var í henni allt frá upphafi, enda segir Benedikt Gröndal
í Dœgradvöl: „Félagsritaflokkurinn var eiginlega ekkert nema Jón
Sigurðsson, því hinna gætti ekkert, þó að „nefnd“ setti nöfnin sín
á titilblaðið og sumir rituðu í þau“.2 Jón Sigurðsson átti líka bróð-
urpartinn af þjóðmálagreinum þeim sem birtust í ritinu og réð
mestu um stefnu þess alla tíð. Aðrir nefndarmenn voru að jafnaði
yngri menn sem komu og fóru. Stundum skarst í odda milli Jóns
og þeirra, og þá hurfu þeir af titilblaðinu. Aðrir fóru heim til Is-
lands og þar með var endi bundinn á nefndarsetu þeirra.
Stofnendur félagsins sem stóð að Nýjum félagsritum voru tólf
talsins. Fyrstu forstöðunefndina 1841 skipuðu Bjarni Sívertsen,
Jón Hjaltalín, Jón Sigurðsson, Oddgeir Stephensen og Ólafur
Pálsson. Hún boðaði til fundar með svohljóðandi bréfi 22. nóv-
ember 1841:
Á sunnudaginn kemur, einni stundu fyrir hádegi (kl. 11 f. m.) verður að-
alfundur í félagi íslendinga í „Hotel du Nord“ á konungs-nýja-torgi, í
húsum Þorsteins Jónssonar félagsbróður vors; á fundinum á samkvæmt
lögunum:
1, að skýra frá ásigkomulagi félagsins, og einkum hversu bóksalan hafi
gengið í sumar; æskilegt væri einnig að félagsbræður birti dóma þá sem
felldir hafa verið um „Félagsritin" á íslandi, eftir bréfum sínum og
áreiðanlegum fregnum, ef það mætti verða til leiðbeiningar eftirleiðis.
Þarnæst verður ákveðið hvað fyrir skuli taka í vetur félagsins tilgangi
til framkvæmdar.
2, að kjósa 5 manna nefnd til forstöðu félaginu á enu komanda ári.
Þeir sem fengu fundarboðið voru sex talsins og komu allir á fund-
inn auk forstöðunefndarinnar: Sigurður Melsteð, Guðmundur
Einarsson, Jón Sigurðsson yngri, Jóhann Halldórsson, Magnús
Eiríksson og Þorsteinn Jónsson.
2 Benedikt Gröndal 1965:129.