Skírnir - 01.09.2002, Qupperneq 102
324
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
Annað fundarboð dagsett 18. mars 1842, undirritað af Jóni Sig-
urðssyni, er svohljóðandi:
Einni stundu eftir nón (kl. 4) á morgun (prœcise), verður fundur í félagi
íslendinga, á Hálmtorgi No 68, 3ja sal, til að ráðgast um og ákvarða ým-
isligt viðvíkjandi prentun „annars árs“ Félagsritanna.
Félagsbræður gjöri svo vel að rita nöfn sín á bréf þetta til merkis um
að þeir hafi séð það og lesið, og að beina því hið hraðasta hverr frá sér um
ákveðna boðleið, en hinn seinasti skili því á fundi.
Fjórtán félagsmenn voru til kvaddir, en ellefu rituðu nafn sitt á
fundarboðið: Bjarni Sívertsen, Carl L. Mohr, Jón Sigurðsson
yngri, Sigurður G. Hansen, Jón Thoroddsen, Vilhjálmur L. Fin-
sen, Sigurður Melsteð, Guðmundur Einarsson, Jens Sigurðsson,
Ólafur Pálsson og Oddgeir Stephensen. Þeir sem ekki rituðu nöfn
sín á fundarboðið voru Jón Hjaltalín, Þorsteinn Jónsson og Magn-
ús Eiríksson.
Oddgeir Stephensen átti skamma dvöl í forstöðunefndinni og
Magnús Eiríksson kom í hans stað árið eftir. Hann átti þar sæti
manna lengst að Jóni Sigurðssyni frátöldum. Oddgeiri skaut upp
aftur 1843 ásamt Sigurði Melsteð. Nefndin var óbreytt árin 1844
og 1845. Á því ári hófst sú venja að birta ljóðmæli frumort eða
þýdd í ritinu.
Grímur Thomsen varð fyrstur til að birta kvæði í Nýjum fé-
lagsritum 1844. Hann var fæddur 1820 og því einungis 17 ára gam-
all þegar hann hóf háskólanám í Höfn 1837. Hann fór heim til
Bessastaða í nóvember 1843 og hafði mikil áhrif á skólapilta á
Bessastöðum. I röðum þeirra voru Benedikt Gröndal, Eiríkur
Jónsson og Gísli Brynjúlfsson, sem allir áttu eftir að koma við
sögu Nýrra félagsrita. Árið 1845 tók Grímur magisterspróf við
Hafnarháskóla.3
3 Kjöbenhavns Universitets Aarbogfor 1845, bls. 87. Þar er greint frá prófinu með
þessum orðum: „Magisterkonferents. Denne prove have i 1845 tvende Studer-
ende underkastet sig, nemlig, efter forud aflagte skriftlige Prover, den 22de Apr.
Kand. philos. Grimur Thorgrimsson Thomsen (1837) [...]. Den Forstnævnte
(Grímur) examineredes i almindelig Æsthetik, tysk og fransk Literærhistorie,
Græsk, Latin og almindelig Philosophi".