Skírnir - 01.09.2002, Page 106
328
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
son, Hannes Finsen, Magnús Eiríksson, Sigurður Hansen, Stein-
grímur Thorsteinsson og Stefán Thorarensen. Menn skrifuðu nafn
sitt fyrir aftan til merkis um að þeir hefðu fengið fundarboðið í
hendur, en þrír þeir fyrstu með viðbótum frá eigin brjósti: „Arn-
ljótur Ólafsson (helvíti er penninn feitur)“; Gísli: „Get því miður
ekki komið á laugardaginn, en megi fundurinn vera kl. 8 sunnu-
dagskvöldið vil ég gjarna vera með./ GBr.“ Grímur bætti við nafn
sitt: „Gr. Þorgrímsson (geturðu nú lesið það?).“5 Þessar viðbætur
við fundarboðið eru einsdæmi í sögu félagsins.
Forstöðunefndin var óbreytt á næsta ári, 1859, en Benedikt
Gröndal, sem þá var nýkominn aftur til Hafnar sunnan úr álfu,
bættist í hópinn og lagði til eitt kvæði. Einnig voru þarna ljóð eft-
ir Gísla og Steingrím.
Sumarið 1859 var alþingi haldið. Auk Jóns Sigurðssonar sátu
þar í fyrsta sinn tveir aðrir úr forstöðunefnd Nýrra félagsrita,
Arnljótur Ólafsson og Gísli Brynjúlfsson. Báðir höfðu lagt Nýj-
umfélagsritum til lesefni, Gísli með ljóðum og ritgerðum, en Arn-
ljótur með þjóðmálagreinum. Fjárkláðinn var þá í algleymingi
jafnt á þingi og í sveitum landsins. Jón Sigurðsson vildi ráða nið-
urlögum hans með lækningum en meiri hluti þingmanna taldi nið-
urskurð einu raunhæfu lausnina og þann flokk fylltu Arnljótur og
Gísli.
Jón Sigurðsson lét þau orð falla um Arnljót og Gísla að þeir
hefðu svikið sig á alþingi 1859. Sá fyrrnefndi var formaður nefnd-
ar sem skipuð var vegna fjárkláðans, og sló þar í harða rimmu milli
Jóns og Arnljóts sem leiddi til vinslita og brotthvarfs þess síðar-
nefnda úr forstöðunefnd Nýrra félagsrita árið eftir. Bergur Thor-
berg og Sigurður L. Jónasson komu í staðinn. Boðað var til fund-
ar 24. maí 1860 „með oss Félagsritamönnum í herbergjum Bók-
menntafélagsins á Amalíuborg, og munum vér þá: 1, ákveða um
kosningu nokkurra manna, sem ganga vilja í félag með oss; 2,
ákveða um útgáfu á 20. ári „Nýrra Félagsrita“; 3, kjósa fimm menn
í forstöðunefnd fyrir ritin til næsta árs.“6
5 JS 155 a, fol.
6 Tilvitnað handrit.