Skírnir - 01.09.2002, Side 107
SKÍRNIR
NÝ FÉLAGSRIT OG SKÁLD ÞEIRRA
329
Einungis fimm félagsmenn fengu þetta fundarboð: Gísli
Brynjúlfsson, Guðbrandur Vigfússon, Magnús Eiríksson, Sigurð-
ur Hansen og Steingrímur Thorsteinsson. Auk þeirra voru
„komnir til“: Bergur Thorberg, Sigurður L. Jónasson og Gunn-
laugur Blöndal. Eitt kvæði og ein ljóðaþýðing eftir Steingrím voru
í þessum árgangi sem var hinn tuttugasti.
I handritasafni Jóns Sigurðssonar eru varðveitt sex bréf frá
Steingrími Thorsteinssyni til Jóns sem sýna berlega að sá fyrr-
nefndi var engan veginn ánægður með Ný félagsrit og stefnu
þeirra. Fyrsta bréfið er dagsett 20. júní 1860, en það síðasta 27.
ágúst 1862.7 I því fyrsta biðst Steingrímur afsökunar á því að hafa
ekki komið á boðaðan fund. Þremur vikum síðar segist hann
verða fjarverandi þá daga sem fundur eigi að vera. Af næsta bréfi,
29. mars 1861, er ljóst að einhverjir árekstrar hafa orðið milli
þeirra. Bréfið hefst með þessum orðum: „Af því eg er þeirrar
skoðunar, að ekki sé ástæða til, að Ný félagsrit komi oftar út í
sömu mynd, og að undanförnu, þá bið eg hér með, að nafn mitt sé
fellt úr tölu útgefendanna.“
Ekki er alveg ljóst hvað Steingrímur á við þegar hann talar um
að þau komi út í „nýrri mynd“ eða hvaða breytingar hann vildi
láta gera, en hann talar um að stofna nýtt rit
sem ekki væri vanþörf á, - þá yrði að sameina það, sem nú er sundur-
þykkt, og nota þá krafta, sem fyrir hendi eru. Ég efast ekki um, að hver
góður íslendingur vildi styðja að því. En það er öllu fremur til að sund-
ur-dreifa, þegar fundur er haldinn án vitundar sumra félagsmanna, sem
gagns má af vænta, og þeim þannig sýnt, að þeim sé ofaukið. - Eg get
ómögulega séð að það sé rétt aðferð.
Jón Sigurðsson brá skjótt við og skýrði málið fyrir Steingrími svo
að hann skrifaði Jóni aftur daginn eftir, 30. mars, baðst afsökunar
á bráðræði sínu og kenndi misskilningi um. Síðan segir í bréfinu:
Það vildi svo illa til að Guðbrfandur Vigfússon] hitti mig ekki sjálfan, því
þá hefði eg vitað að það var nefndarfundur sem til stóð. Svo eg segi eins
og var, þá hitti eg Gísla á leiðinni ofan á Amalíuborg og talaði við hann;
7 JS 155 b, fol.