Skírnir - 01.09.2002, Page 110
332
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
hljóða þínum, þá þykist eg samt vita að þú munir taka orð mín í
góðri meiningu, eins og þau eru sögð, því ekkert er mér fjarlægara
en að styggja mann sem ekki á nema virðingu og þakklæti af mér
skilið.“
Kvæði Steingríms héldu áfram að birtast í Nýjurn félagsntum
annað slagið þrátt fyrir árekstrana, en kvæði eftir Grím Thomsen
og Gísla sáust þar ekki lengur. Hins vegar var Gísli áfram í félag-
inu því að hann var einn tíu félaga sem boðaðir voru til fundar „til
að ráðgast um útbúnað á 22. ári „Nýrra félagsrita“ og að kjósa
fimm menn í ritnefnd“ eins og segir í fundarboði 16. júlí 1862.
Steingrímur var einnig í forstöðunefndinni árið 1862, en kvæðin í
þeim árgangi voru einungis eftir Benedikt Gröndal.
Sú breyting varð á nefndinni að Gunnlaugur Blöndal kom í
stað Bergs Thorbergs. A næsta ári var Steingrímur ekki í forstöðu-
nefndinni. I hans stað kom Lárus Blöndal, og ekkert kvæði var í
árganginum.
Á árinu 1864 urðu þau mannaskipti í forstöðunefndinni að
Magnús Stephensen og Þorvaldur Björnsson komu í stað bræðr-
anna Gunnlaugs og Lárusar Blöndals. Samkvæmt fundarboði
voru félagsmenn níu talsins að Jóni Sigurðssyni meðtöldum. Hin-
ir voru Sigurður L. Jónasson, Guðbrandur Vigfússon, Lárus Blön-
dal, Bergur Thorberg, Þorvaldur Björnsson, Magnús Eiríksson,
Gísli Brynjúlfsson og Sigurður Hansen. I þetta skipti voru birt
kvæði eftir Steingrím og Benedikt Gröndal.
Ný félagsrit komu ekki út næstu tvö árin. Jón Sigurðsson sendi
samt út fundarboð 15. mars 1865 til fundar „í herbergjum Sigurð-
ar Jónassonar", þar sem ráðgast átti um 25. árganginn og kjósa
fimm menn í forstöðunefnd. Nýir menn höfðu bæst í hópinn svo
að alls voru tólf boðaðir á fundinn. Það voru Magnús Stephensen,
Júlíus Havsteen, Skafti Jósepsson og Ásgeir Ásgeirsson. Aftur á
móti var Guðbrandur Vigfússon farinn úr nefndinni og kominn til
Englands.
Hinn 15. febrúar 1867 sendi Jón Sigurðsson út svohljóðandi
fundarboð: „Á miðvikudaginn kemur 20. febr. verður fundur
haldinn með oss Félagsritamönnum í húsum Bókmenntafélagsins
á Amalíuborg, til þess að ráðgast um að koma út Félagsritunum nú