Skírnir - 01.09.2002, Page 112
334
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
Sigurður Hansen, Ásgeir Ásgeirsson, Skafti Jósepsson og Magnús
Eiríksson. Þeir sem ekki komu voru Steingrímur Thorsteinsson
og Karl Andersen.
Til er nafnaskrá með hendi Jóns Sigurðssonar dagsett 24. nóv-
ember 1869. Hún er í tveimur dálkum. I þeim fremri eru 24 nöfn
þeirra sem ætla má að hafi verið félagsmenn. I þeim aftari eru
nítján nöfn: t.a.m. Konráð Gíslason, Oddgeir Stephensen, Skúli
Thorlacius, Benedikt Gröndal og Sveinbjörn Sveinbjörnsson.
Nafn Konráðs sést í örfá skipti í gögnum Nýrra félagsrita og
Oddgeir hafði sagt skilið við þau fyrir löngu eins og áður getur.
Eiríkur Jónsson og Skafti Jósepsson tóku þá sæti í forstöðu-
nefndinni í fyrsta skipti 1869 í staðinn fyrir Magnús Stephensen
og Þorvald Björnsson. Engin kvæði voru í árganginum. Forstöðu-
nefndin var óbreytt 1870. Á fjórtán manna fundi 20. janúar voru
Jón Sigurðsson og Eiríkur Jónsson kosnir með 13 atkvæðum,
Steingrímur og Sigurður L. Jónasson með 11 og Skafti Jósepsson
með 7. Félagsmenn voru tuttugu talsins í maí þetta vor. Steingrím-
ur átti kvæðin sem voru í heftinu. I árganginum 1871 var nefndin
skipuð sömu mönnum og árið áður. Auk þess að birta kvæði eftir
Steingrím, kvaddi nýtt skáld sér hljóðs þetta ár á síðum Nýrra fé-
lagsrita. Það var Matthías Jochumsson. Hann var yngstur þeirra
skálda sem ort höfðu í Ný félagsrit, fæddur 1835.
I næstsíðasta árganginum var Björn Jónsson kominn í stað
Skafta, en kvæði voru eftir Steingrím og Matthías. Síðasta árið,
1873, var Steingrímur ekki lengur í forstöðunefndinni. Björn M.
Ólsen kom í hans stað og lagði ritinu til gamankvæði. Indriði Ein-
arsson kvaddi sér einnig hljóðs sem ljóðskáld í þessum árgangi
með því að birta kvæði úr óprentuðum leikritum og eitt ættjarð-
arkvæði.9
Eins og áður getur var Jón Sigurðsson sá eini sem átti sæti í for-
stöðunefndinni frá upphafi til enda. Magnús Eiríksson átti þar
sæti frá upphafi til 1856 samfleytt. Jón Hjaltalín landlæknir var í
forstöðunefndinni með hléum. Hann átti þar sæti frá upphafi til
1845 og aftur 1853. Oddgeir Stephensen var í forstöðunefndinni
9 JS 154 b, fol.