Skírnir - 01.09.2002, Page 115
SKÍRNIR
NÝ FÉLAGSRIT OG SKÁLD ÞEIRRA
337
ur. Þessar þýðingar, Hafið eftir Byron og Fiskimaðurinn eftir
Goethe, eru e.t.v. hinar fyrstu á ljóðum þessara höfuðskálda á ís-
lenska tungu. Fleiri þýðingar birti Grímur ekki í Nýjum félagsrit-
um. Árið eftir birtust tvö frumkveðin kvæði eftir hann. Þau voru
einungis kölluð Vísur í efnisyfirliti og þar var höfundar ekki get-
ið, en undir stóð Gr. Þ. Hér voru hvorki baráttu- né ættjarðar-
kvæði á ferð, heldur innhverf og tregafull smákvæði ort af innri
þörf. Kvæðin voru Vísan hans Æru-Tobba og Haustvísa.
Árið 1846 birtust þrjú frumort ljóð eftir Grím: Munngát (sem
hann skírði upp og kallaði Olteiti), Heift og eftirmælin um Jónas
Hallgrímsson. Sama sumar fór hann til suðrænni landa. Árið eftir
kvaddi nýtt skáld sér hljóðs í sjöunda árgangi Nýrra félagsrita.
Það stóð á tvítugu og hafði ekki áður látið til sín heyra opinber-
lega á Bragaþingi. Þetta var Gísli Brynjúlfsson. Hann hafði verið
tvo vetur við háskólanám í Höfn þegar hér var komið sögu. Fyrra
kvæðið, Reyniviðurinn, studdist við þjóðsögu sem tengdist að
yfirborði fornu og feysknu reynitré í Möðrufellshrauni í Eyja-
firði. Síðara kvæðið var sonnetta, Til Gríms Þorgrímssonar, ort af
því tilefni að Grímur Thomsen fór í utanlandsferð sína sumarið
áður. Árið 1848 birtist kvæði Gríms, Gyðingurinn gangandi, í
Nýjum félagsritum. I bréfi sem Grímur skrifaði Brynjólfi Péturs-
syni frá Lundúnum 7. ágúst 1847 vék hann að kvæðinu með þess-
um orðum: „Mér skal sannarlega þykja gaman að mörgu þegar eg
kem aftur á danska slóð, hvað eg óska mætti lengi dragast, því ekki
skyldi eg hafa neitt á móti því að vera „Gyðingurinn gángandi“,
þó honum falli það ekki sjálfum, einsog segir Grímur Þorgríms-
son í „gyðingsmálum" (dediceruðum Strimpli og öðrum gyðing-
um sem búa í nánd við þig).“ Undir kvæðinu stendur: „London í
Ágústm. 1847“.10 Grímur gerði lítils háttar breytingar á kvæðinu
í Nýjum félagsritum og aftur seinna þegar það var prentað í ljóða-
bókum hans. Um tilurð þess komst hann svo að orði í bréfinu:
„Ég orti þetta útúr gremju yfir ljóðmælum litla Gísla í „Nýjum fé-
lagsritum“; skil ég ekkert í að annað eins þvaður skuli vera prent-
10 Bréfasafn Brynjólfs Péturssonar. Landsarkivet for Sjælland. Skiftedokurnenter,
Protokol 1 nr. 147 A og B. 1850-51.