Skírnir - 01.09.2002, Page 116
338
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
að. í Reyniviðarbragnum hef ég enga meining getað fundið. Þett-
að vor á milli, meiðum ei irritabile genus“ (tilv. hdr.).
Grímur átti ekki fleiri kvæði í Nýjum félagsritum og þau mega
teljast til æskuljóða. Engu að síður skipa þau bestu hefðarsæti í
ljóðagerð hans, og nú tók hann sér hvíld í meira en áratug eftir
þennan fyrsta áfanga á skáldferli sínum. Að vísu orti hann kvæð-
ið Fiðlarinn í París 1846 að eigin sögn, en það birtist ekki fyrr en
löngu síðar á prenti. Sama á sennilega við um eftirmælin sem hann
orti eftir Brynjólf Pétursson.
Árið 1848 var tímamótaár í sögu Danmerkur. Einveldið hrundi
og þingræði tók við. Það var ekki fyrr en eftir þjóðfundinn 1851,
þegar gjörningaveður stjórnmálanna hafði lægt, að ljóðadísin fékk
aftur inni í tólfta árgangi Nýrra félagsrita 1852 með ljóðum eftir
Gísla Brynjúlfsson. Þrjú kvæði voru frumkveðin: Jón Arason,
Vísur, kveðnar er Rússar unnu Ungverja með svikum um sumar-
ið 1849 og Mansöngsvísur fornkveðnar. Að auki var ein Shake-
speareþýðing, Greftrunarljóð úr Cymbeline. Áður höfðu birst
tvær þýðingar eftir Gísla á ljóðum eftir Byron og Robert Burns í
Norðurfara 1949.1 þessum kvæðum má glöggt greina helstu ein-
kennin í ljóðagerð Gísla, þjóðernisvitund, ásthneigð og frelsisþrá.
I kvæðinu um Ungverja er efniviðurinn fenginn frá febrúarbylt-
ingunni, en þegar ort var um Jón Arason var þjóðerni og sjálfstæði
Islendinga kveikjan. Mansöngsvísur Gísla voru hins vegar per-
sónulegs eðlis og þar bar fyrst greinilega á þeirri fyrnsku sem Gísli
tamdi sér því meir sem á ævina leið.
I næsta árgangi, 1853, var einungis erfiljóð Gísla eftir Svein-
björn Egilsson. Kvæðið er ort undir dróttkvæðum hætti og með
fornlegu orðfæri. Hins vegar var ekkert kvæði eftir hann í fjórt-
ánda árgangi 1854.
Gísli Brynjúlfsson átti fimm frumsamin kvæði í næsta árgangi,
1855. Þekktastar eru Vísur þar sem upphafið er: „Hin dimma,
grimma hamra höll“. Helst er að skilja að kvæðið sé að einhverju
leyti stæling, því að í ljóðmælum Gísla segir: Samanber þýska
kvæðið „Siebenbúrgisches Jágerlied".11 Kvæði Gísla Til Mag.
11 Gísli Brynjúlfsson 1891:156.