Skírnir - 01.09.2002, Page 117
SKÍRNIR
NÝ FÉLAGSRIT OG SKÁLD ÞEIRRA
339
Karls Sáve, er hann fór frá Höfn til Noregs, sumarið 1853, er
mjög fornkveðið, enda fylgdu skýringar lesendum til skilnings-
auka, auk þess sem sögð eru deili á þeim sem um er ort. Skilnað-
ar-vísur (í samsæti Isl. í Höfn vorið 1854) eru ortar vegna heim-
ferðar Kristjáns Kristjánssonar, síðar amtmanns, Boga Thoraren-
sens sýslumanns, Jóns Thoroddsens og Helga Halfdanarsonar,
síðar prestaskólakennara. Þær eru sama marki brenndar og kvæð-
ið á undan, enda eru bæði kvæðin ort undir dróttkvæðum hætti.
Bjargamál og Við burtför frá Islandi (Haustið 1847) eru með
nokkuð öðru sniði, einkum það síðara sem er dæmigert ættjarð-
arkvæði.
Árið 1856 birtust eftirtalin frumort kvæði eftir Gísla: Kveðja
til Jóns Sigurðssonar (Við heimför hans til alþingis 1847), Vísa, Til
skólabróður [Jónasar Thorstensen, er hann fór til Islands sumarið
1853], Kveðja til Jóns Þórðarsonar Thóroddsen (við heimför hans
um vorið 1854) og Friðar-vísur.
I sautjánda árgangi voru engin kvæði, og árið 1858 birtust ein-
ungis tvær þýðingar á Dies iræ, dies illa og Stabat mater dolorosa
eftir Gísla. Latneski textinn var prentaður með smærra letri neð-
anmáls.
Árið eftir birtust tvö kvæði eftir Gísla. Hið fyrra var flutt í
samsæti íslendinga 8. nóvember 1858 og hlaut heitið íslands
minni. Síðara kvæðið hét Til Konráðs Maurers sem var það síðasta
ljóðakyns er birtist í Nýjum félagsritum eftir Gísla þó að hann
væri áfram í félaginu.
Gísli Brynjúlfsson hafði ekki fyrr kvatt sér hljóðs í sjöunda ár-
gangi Nýrra félagsrita 1848 en annað skáld fylgdi honum fast á
hæla sama ár. Það var Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal. Hann
var þá rúmlega tvítugur og hafði þegar birt kvæði eftir sig í síðasta
árgangi Fjölnis. Hér birtust tvö eftirmæli eftir hann: Jólnaglöð,
sextug drápa um Kristján konung áttunda, 1848 og Minningar ljóð
eptir Finn Magnússon, 1848. Að auki átti Gröndal tvö önnur
kvæði í þessum árgangi: Renndu hægt um lága lautu lækur minn!
og Jeg gekk út í skóginn.
Um tilurð kvæðanna er ekki annað vitað en það sem Gröndal
segir í Dægradvöl, að „þegar Kristján áttundi andaðist, þá spanaði