Skírnir - 01.09.2002, Page 118
340
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
Jón mig til að kveða eftir hann sextuga stefjadrápu, og skírði Jón
hana sjálfur og kallaði „Jólnaglöð““.12 Þá vísar hann til kvæðisins
„Afton water“ eftir Burns í sambandi við kvæðið „Renndu hægt
um lága lautu“.
Benedikt Gröndal fór heim til íslands vorið 1850 og kom á ný
til Hafnar 1857 en hafði þar skamma dvöl og fór suður um Evr-
ópu í slagtogi með Djunka sem var kaþólskur trúboði, og er af því
mikil saga. Hann kom aftur til Hafnar í ágúst 1859 að því ævintýri
loknu. Sama ár birtist kvæðið Halastjarnan eftir hann í nítjánda
árgangi. Árið 1862 átti hann þrjú kvæði í Félagsritunum. Frumort
voru Huggun og Nótt og ein þýðing var eftir Schiller, Sólhvörf
(die Ideale). Árið 1864 birtust Fjörgynjarljóð, Sjávarhljóð og Ást
eftir Gröndal. Þremur árum seinna (1867) birtist kvæðið Island,
síðasta kvæði hans í Nýjum félagsritum.
Jón Thoroddsen var elsta skáld Nýrra félagsrita, fæddur 1818.
Á stúdentsárum sínum, 1841-50, var hann í félaginu, en birti þá
engin kvæði í ritinu. Hins vegar átti hann kvæði bæði í Fjölni og
Norðurfara. Hann kom aftur til Hafnar á útmánuðum 1853, hóf
nám í dönskum lögum og gekk á ný í Félagsritaflokkinn. Eftir
hann er ein kvæðisþýðing - Vísur eptir finnska stúlku, sem birtist
í Nýjum félagsritum 1854. Árið 1859 birtist þar kvæðið Eptir
barn. Fleiri urðu kvæði Jóns Thoroddsens ekki.
Árið 1854 sætti mestum tíðindum að nýtt skáld kvaddi sér
hljóðs með fimm frumortum kvæðum og ljóðaþýðingu. Það var
Steingrímur Thorsteinsson. Hann kom til Hafnar sama sumar og
þjóðfundurinn var haldinn. Eitt kvæðanna, íslands minni, súngið
í samsæti Islendinga 30. d. aprílm. 1854, var flutt þegar Jón
Thoroddsen hélt heim til Islands þetta vor. Hin frumortu ljóðin
voru Tyrkja-Flokkur og Kvöldbæn, en þýðingarnar voru Fall
Senakeribs eftir Byron og Karthon eftir Ossian. Hannes Péturs-
son hefir bent á að áhrifa frá kvæðum Gísla Brynjúlfssonar gæti í
Tyrkjaflokki, en Kvöldbænin eigi rætur sínar í lífsreynslu skálds-
12 Benedikt Gröndal 1965:130.
13 Hannes Pétursson 1964:105.