Skírnir - 01.09.2002, Side 119
SKÍRNIR
NÝ FÉLAGSRIT OG SKÁLD ÞEIRRA
341
Steingrímur átti bæði frumort og þýdd kvæði í fimmtánda ár-
gangi Nýrra félagsrita. Fyrst var ættjarðarkvæði sem síðar hlaut
nafnið Heimþrá, næst kom Ástin, lítið kvæði, þá Vísur, sem síðar
hlutu heitið Ástar ímynd. Síðasta frumorta ljóðið var einungis
kallað Vísa, en hlaut síðar nafnið Veðurblíða. Einnig birtust þarna
tvær kvæðaþýðingar: Grátur Ingibjargar úr Friðþjófs sögu Esaias-
ar Tegnérs og kvæði eftir Burns: „Værirðu brúður björk á hól“.
Steingrímur Thorsteinsson átti tvenn erfiljóð í sextánda árgangi
kveðin eftir Jón Thorstensen landlækni og Sveinbjörn Egilsson
rektor; þau fyrstu sem birtust á prenti eftir hann. Önnur frumort
kvæði voru Dagmær, Vögguvísur, Fram til fjalla, Sveitasæla, Læk-
urinn og fjólan, Fjærlægð, Vísur og Sumarnótt. Þá birtust þarna
einnig þýðingar hans á kvæðum eftir Shakespeare og Burns,
Augustinus (Heilræði) og Hölty (Sorgarljóð eptir Sveita-stúlku).
í átjánda árgangi, 1858, átti Steingrímur fimm frumsamin
kvæði. Þau voru Svanurinn, Nafnið, Lífshvöt, Sakleysi og Mart-
einn og djöfullinn. Sum þeirra eru án efa ort vegna ástarreynslu
skáldsins. Árið eftir, 1859, átti Steingrímur kvæðið Lækur og lóa
og þýðinguna á fimmtu kviðu í Helvíti eptir Dante. Er það fyrsta
tilraunin til að snúa Divina commedia á íslensku, en Steingrímur
hafði numið ítölsku um skeið. Hins vegar gerði hann sér ekki háar
hugmyndir um ágæti þýðingarinnar og vó ekki aftur í sama
knérunn.
Árið 1860 var Steingrímur sá eini sem átti kvæði í Nýjum fé-
lagsritum. Örn og fiðrildi var frumkveðið, en Viðkvæmni (On
Sensibility, eptir Burns) var þýtt.
Steingrímur var aftur einn á ferð í 21. árganginum. Fyrst komu
frumkveðnu kvæðin Lífið - Hvað ertu, líf, nema litur, Gull og silf-
ur og Morgunn. Shakespearesþýðing úr Macbeth (2. þætti, 2. at-
riði) hlaut nafnið Svefninn. Hún var fyrsta þýðingartilraun Stein-
gríms á leikriti eftir Shakespeare. Hin þýðingin var kölluð Eros og
hunangsflugan (eptir Anakreon).
Nú kom nokkurt hlé á því að Steingrímur legði Nýjum félags-
ritum til kvæði, en í tuttugasta og fjórða árgangi, 1864, birtust þrjú
ljóð eftir hann. Tvö af þeim, Vorvísur og Haustkvöld, hafa lifað á
vörum þjóðarinnar í meira en heila öld og hlotið virðingarsess í ís-