Skírnir - 01.09.2002, Blaðsíða 120
342
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
lenskri ljóðagerð, en þriðja kvæðið, Elfur og lind, er hins vegar
flestum gleymt.
Næstu árin komu Ný félagsrit ekki út, en 1867 hófu þau göngu
sína að nýju. Þar átti Steingrímur tvö frumkveðin ljóð: Islands
minni - súngið í samkvæmi íslendinga í Kaupmannahöfn 4. Nóv-
embr. 1865 og Hraun. Einnig voru tvær þýðingar úr grísku og lat-
ínu: Kvæði eptir Saffó (... með frumhættinum) og Kvæði eptir
Horatius (Od. II. xi.).
Ný Félagsrit komu ekki reglulega út og birtu ekki kvæði fyrr
en í tuttugasta og sjöunda árgangi 1870. Steingrímur átti einn
kvæði í þessum árgangi bæði frumkveðin og þýdd. Þar birtist Vor-
hvöt, eitt þekktasta kvæði hans og frægasta framlag hans í sjálf-
stæðisbaráttunni, og Óður lífsins (eptir Longfellow).
I tuttugasta og áttunda árgangi Nýrra félagsrita birti Stein-
grímur eitt frumort kvæði, Svölukoman, og þýðingar á kvæðum
eftir Goethe og Schiller. Eftir Schiller voru Klukkuljóð (Das Lied
von der Glocke), Harmatölur Seresar, Riddarinn af Toggenborg,
Sveinninn hjá læknum, Löngun, Meyjan af ókunna landinu og
Pílagrímurinn, en eftir Goethe var Söngvarinn.
Næstsíðasti árgangur Nýrra félagsrita kom út 1872. Steingrím-
ur átti þar eitt frumort kvæði: Vorvísur. ... Aeschyl. fragm.
(Athen. 13, 74), og þrjár ljóðaþýðingar: Grikklands goð. (eptir
Schiller), Kvæði úr Cymbeline eptir Shakespeare, og I landsýn við
ísland. (Eptir W. Morris). Með þessum kvæðum lauk Steingrímur
skáldferli sínum í Danmörku því að sama ár fluttist hann heim til
íslands.
I tuttugasta og áttunda árgangi, 1871, kvaddi nýtt skáld sér
hljóðs. Það var Matthías Jochumsson. Hann átti þar kvæðið Viki-
vaki (8. September 1869). Næsti árgangur skartaði einu kvæði eft-
ir Matthías. Það var Noregur (12. júní 1872). Fleiri urðu kvæði
hans ekki í Nýjum félagsritum.
Á vordögum 1873 var sú breyting orðin á að höfuðskáldin
Steingrímur og Matthías voru á brautu. I forstöðunefndina var
kominn ungur stúdent, Björn M. Ólsen að nafni. Hann og Indriði
Einarsson lögðu til kvæðin í síðasta árganginn. Eftir Indriða voru
ísland, Kirkjufólkið á nóttinni. (Ur óprentuðu leikriti) og Þorgeir