Skírnir - 01.09.2002, Page 124
346
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
Steingrími Bjarnasyni Thorsteinson ... í vináttu og virðingar-
skyni“, en þýðingarbrot Steingríms féll í skuggann.
Þegar kemur til hins enska málsvæðis eru nær allar ljóðaþýð-
ingarnar úr leikritum og kvæðum eftir Shakespeare, Robert Burns
og Byron lávarð. Mörg hinna þýddu kvæða sem birtust í Nýjum
félagsritum hafa síðan verið endurþýdd. Matthías Jochumsson
sneri t.a.m. Macbeth eftir Shakespeare á íslensku og Fall Sena-
keribs eftir Byron þýddi hann á ný og Grímur Thomsen bætti enn
einni við. Sum smákvæðanna hafa einnig verið íslenskuð að nýju
og sum oftar en einu sinni. Gildi ljóðaþýðinganna var því ekki síst
í því fólgið að vekja athygli lesenda á skáldskap samtímans, því að
flest skáldin voru uppi á fyrri hluta aldarinnar, þegar grísku og lat-
nesku skáldin og Shakespeare eru undanskilin. Með ljóðaþýðing-
unum í Norðurfara fengu Islendingar að kynnast enskri ljóðagerð.
Ný félagsrit héldu áfram á sömu braut og drógu tjaldið betur frá
sviði enskra bókmennta.
IV
Af framansögðu er ljóst að skáldakynslóðin, sem óx úr grasi um
og upp úr miðri 19. öld, birti drjúgan hluta af æskuljóðum sínum
í Nýjum félagsritum, eins og þegar hefir verið rakið. Oll nema
Matthías Jochumsson ortu jöfnum höndum frumkveðin ljóð og
fengust við þýðingar, líkt og áður tíðkaðist í Fjölni. Yrkisefnin
voru keimlík í báðum ritunum. Skáldin yrkja tækifæriskvæði, eft-
irmæli, ættjarðarkvæði, baráttukvæði, lofkvæði um náttúruna,
tregasöngva og gamankvæði.
Þegar litið er til frumkveðinna ljóða í Nýjum félagsritum er
ekki um neina byltingu að ræða í efnisvali og kvæðaformi. Sonn-
ettuformið festi sig í sessi og einkenni dróttkvæðs skáldskapar
urðu því meira áberandi einkenni í ljóðmáli Gísla Brynjúlfssonar
sem lengra leið á skáldferil hans. Að því slepptu var flest líkt og
áður var.
Erfiljóð voru áberandi yrkisefni í upphafi. Fyrsta erfiljóðið var
eftir Jónas Hallgrímsson, næst komu kvæði um Finn Magnússon
og Kristján áttunda Danakonung. Síðar komu eftirmæli eftir