Skírnir - 01.09.2002, Page 129
SKÍRNIR [Þ]ANNIG YRÐI MÉR OG LIST MINNI ...
351
þeir félagar sterkum vináttuböndum sem áttu þrátt fyrir allt eftir
að halda er á reyndi. Að námi loknu skildu hins vegar leiðir að
sinni. Páll kaus að setjast að á Islandi. Annars staðar gat hann ekki
hugsað sér að lifa og starfa.* * * * * 6 Jón ílengdist hins vegar í Þýskalandi
eftir að hafa útskrifast frá tónlistarháskólanum. Honum reyndist
þó erfitt að sjá sér og fjölskyldu sinni farborða í Þýskalandi.
Hvergi fékk hann fastráðningu sem stjórnandi. Ekki leið því á
löngu uns hann tók að horfa til Islands í von um tónlistarstöðu.
Margir höfðu þó horn í síðu hans. Strax á námsárum sínum hafði
Jón hafið afskipti af íslensku tónlistarlífi. Hann skrifaði harðorð-
ar blaðagreinar um bága stöðu tónlistar á Islandi og aflaði sér
þannig snemma óvildarmanna.7 Margar hugmyndir hans gengu
þvert á ríkjandi skoðanir á íslandi. Jón var ekki gefinn fyrir mála-
miðlanir og átti hispursleysi hans eftir að afla honum óvinsælda.
Páll ísólfsson virtist þó vilja veg Jóns sem mestan og var hann
ávallt til reiðu er Jón þurfti á aðstoð að halda.
Schumann, Ferdinand David, Christian August Pohlenz og Carl Ferdinand
Becker. í upphafi var skólinn til húsa í byggingu á lóð Gewandhaushljómsveit-
arinnar milli Neumarkt og Universitátsstrafie í Leipzig. Árið 1876 hlaut skólinn
heitið Königliches Konservatorium der Musik zu Leipzig og 11 árum síðar, eða
árið 1887, eignaðist skólinn húsnæði við Grassistrafie 8, en þar starfar hann enn
í dag. Nafni skólans var breytt árið 1924 í Landeskonservatorium der Musik zu
Leipzig og aftur árið 1946 er farið var að kalla stofnunina Hochschule fúr Musik
og var þá fyrst tekið að kenna hana við Felix Mendelssohn. Tónlistarskóli þessi
er nú starfandi undir nafninu Hochschule fúr Musik und Theater „Felix
Mendelssohn-Bartholdy". Sjá Paul Röntsch, Festschrift zum 75 Jdhrigen
Bestehen des Königl. Konservatorium der Musik zu Leipzig am 2. April 1918.
Leipzig 1918, bls. 12. - Martin Wehnert, Johannes Forner, Hansachim Schiller,
Hochschule fiir Musik Leipzig. Leipzig 1968, bls. 209. - Johannes Forner,
„Zeittafel zur Geschichte der Hochschule.“ Hochschule fur Musik und Theater
„Felix Mendelssohn Bartholdy “ Leipzig. 150 Jahre Musikhochschule 1843-1993.
Ritstjóri Johannes Forner. Leipzig 1993, bls. 230.
6 Matthías Johannessen, / dag skein sól. Matthías Johannessen rœöir við Pál ísólfs-
son. Reykjavík 1964, bls. 119.
7 Sú lengsta og hvassasta birtist í Morgunblaðinu hinn 14. ágúst árið 1921 undir
heitinu „íslenskt tónlistarlíf." Hún vakti hörð viðbrögð. Tií dæmis skrifaði Sig-
fús Einarsson dómorganisti svargrein í Morgunblaðið 22. september sama ár þar
sem hann kallaði grein Jóns ungæðislegan vaðal og níð um þá sem fengust við
söng á íslandi. Hann taldi málæði Jóns vera til einskis gagns, allra síst honum
sjálfum.