Skírnir - 01.09.2002, Page 130
352
SIF SIGMARSDÓTTIR
SKÍRNIR
Með steyttan hnefann
Já, eg er þér þakklátur, ef þú getur stuðlað að því að eg festi rætur í feðr-
anna mold. Mér er það svo mikið tilfinninga- og áhuga-mál, að eg mundi
jafnvel fórna öðrum óskum mínum og slá af kröfunum, ef þess gerist
þörf. Ef landar mínir rétta mér höndina, þá mun eg taka í hana, þó að ekki
verði alt eins og eg frekast óskaði.8
Svo kemst Jón Leifs að orði í bréfi til Páls ísólfssonar í byrjun árs
1929. Af bréfum Jóns má ráða að hugur hans stendur ávallt til
fósturlandsins. Hann dreymir um að fá starf á Islandi við sitt hæfi,
starf sem hann geti framfleytt sér og fjölskyldu sinni af. Til að
koma því í kring er Páll honum innan handar:
Eins og ég hefi áður sagt þér er mér það ánægja að stuðla að því að þú get-
ir fengið eitthvað að gera hér heima. Eg mun því fylgjast vel með því sem
gerist í Radiospursmálum ... Þú þarft ekki að efa það að landar þínir rétti
þér höndina ef þú gerir slíkt hið sama - en notar ekki hnefann! Fyrirgefðu
góði!9
Ekki var um auðugan garð að gresja. Tónlistarstöður voru ekki á
hverju strái á íslandi. Er Páll sneri heim að námi loknu var það
fyrir tilstuðlan vina og velunnara sem honum hlotnaðist sú staða
að stjórna Lúðrasveit Reykjavíkur með föstum árslaunum. Nú var
hins vegar í undirbúningi stofnun útvarps. Bundu þeir Jón og Páll
vonir við að með nýjung þeirri yrði breyting á. Stofnuninni ætl-
uðu þeir það hlutverk að græða að einhverju leyti þá auðn sem
8 Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn. Handritadeild (bér eftir Lbs.-Hbs.)
[án númers] Gögn Páls ísólfssonar. Jón Leifs til Páls ísólfssonar, 9. janúar 1929.
9 Lbs.-Hbs. [án númers] Gögn Jóns Leifs. Páll ísólfsson til Jóns Leifs, 23. janúar
1929. Páli virðist hafa verið allhugleikið að finna Jóni starf við hæfi á Islandi og
nefnir hann það ítrekað í bréfum sínum: „Það mundi verða mér hið mesta gleði-
efni, að geta stuðlað að því, að þú gætir fengið að njóta þín hér.“ Lbs.-Hbs. [án
númers] Gögnjóns Leifs. Páll ísólfsson til Jóns Leifs, 15. maí 1928. -„Eg mun
einnig styðja að því að þú getir sest hér að ef þú óskar þess, og beita þar til öll-
um mínum kröftum að þú fáir eitthvað að gera hér sje það mögulegt."
Lbs.-Hbs. [án númers] Gögn Jóns Leifs. Páll ísólfsson til Jóns Leifs, 20. desem-
ber 1928.