Skírnir - 01.09.2002, Blaðsíða 131
SKÍRNIR [Þ]ANNIG YRÐI MÉR OG LIST MINNI ...
353
tónlistarlíf á íslandi var. Því hlyti að finnast staða fyrir Jón Leifs
við útvarpið.
Hinn 13. nóvember árið 1929 var útvarpsráð skipað fyrsta
sinni. I því sátu þrír menn, Alexander Jóhannesson, dósent við
Háskóla íslands, Helgi Hjörvar kennari og Páll ísólfsson. Út-
varpsráð hélt sinn fyrsta fund á heimili Alexanders að Vonarstræti
4 í Reykjavík 20. nóvember s.á. Kom ráðið sér saman um að biðja
atvinnumálaráðherra um að auglýsa hið bráðasta stöðu væntan-
legs útvarpsstjóra. Jón Leifs var einn þeirra tíu sem sótti um stöðu
útvarpsstjóra við Ríkisútvarpið, en umsóknarfrestur til þeirrar
stöðu rann út 20. desember s.á. Sú staða hlotnaðist hins vegar
Jónasi Þorbergssyni.10
Útvarpsráð varð að sinna undirbúningi að þætti tónlistarinnar
í dagskránni sérstaklega. Hafði Páll Isólfsson forgöngu um það,
enda væntanlega til þess valinn í útvarpsráð. Á sjötta fundi ráðs-
ins, hinn 28. janúar árið 1930, lagði Páll fram tillögu um hvernig
haga skyldi hljóðfæraslætti til útvarps. Hann gerði ráð fyrir að
ráðnir yrðu fimm fastir hljóðfæraleikarar, tveir fiðluleikarar, einn
lágfiðluleikari, einn knéfiðluleikari og píanóleikari sem um leið
yrði tónlistarstjóri. Með þessum mönnum yrði hægt að varpa út
ýmiss konar kammertónlist, svo sem strokkvartettum, stroktríó-
um, píanótríóum, -kvartettum og -kvintettum og fleiru. Páll taldi
nauðsynlegt að ráða erlenda menn til sveitarinnar því að þeir ís-
lendingar sem til greina kæmu væru ráðnir á öðrum stöðum og
ynnu á sama tíma og útvarpið þyrfti á kröftum þeirra að halda.
Páll hugsaði sér að þessir menn yrðu íslendingum lærimeistarar
svo að með tíð og tíma gæti myndast útvarpshljómsveit. Kirkju-
tónlist yrði varpað út með messum, samkvæmt tillögum Páls, og
danstónlist frá því kaffihúsinu sem hefði hana besta, svo að þeir
sem hana vildu heyra færu hennar ekki á mis.
10 í Útvarp Reykjavík, sögu Ríkisútvarpsins eftir Gunnar Stefánsson, heldur höf-
undur því fram að af minningum Jónasar Þorbergssonar megi ráða að auglýs-
ingin hafi aðeins verið formsatriði. Afráðið hafi verið að Jónas fengi stöðuna
áður en hún var auglýst. Gunnar Stefánsson, Útvarp Reykjavík. Saga Ríkisút-
varpsins 1930-1960. Reykjavík 1997, bls. 48.