Skírnir - 01.09.2002, Page 134
356
SIF SIGMARSDÓTTIR
SKÍRNIR
þann sem þylur fróðleik, bjóðist honum það. Útvarpsráði svarar
Jón því um hæl: „Með þökkum hefi eg þegar meðtekið fyrirspurn
frá hr. Helga Hjörvar, fyrir hönd útvarpsráðsins, um hvort eg
mundi vilja taka að mér starfa sem framsögumaður og fréttastjóri
við ríkisútvarpið á Islandi." Jón heldur áfram:
Samkvæmt beiðni hr. Helga Hjörvars hefi eg svarað með símskeyti og var
það svohljóðandi: Utvarpsráð, Reykjavík. Tilleiðanlegur, skrifa. Ef mér
verður boðinn þessi starfi, þá mun eg af fremsta megni reyna að taka því
boði og væri þá bezt að ráðuneytið eða það yfirvald, sem annast fram-
kvæmdir, sendi mér samningsuppkast eða samning til undirskriftar. Skil-
yrði get eg engin sett að svo stöddu, enda er, eins og hr. Helgi Hjörvar tók
fram, enn engin reynsla fengin um útvarpsefnið og tilhögun þess.16
En fljótt skipast veður í lofti. í stað þess að vera þakklátur Páli fyr-
ir að hafa gert hvað hann gat til að koma sér að hjá útvarpinu virð-
ist tortryggni Jóns taka sig upp að nýju og hann tekur að steyta
hnefann. „Aðstaða [svo] mín til Páls er nú orðin alveg skýr, eftir
seinustu aðfarirnar í útvarpsmálinu ..." skrifar Jón Kristjáni Al-
bertssyni í lok október. „14 ár þurfti eg til þess að þekkja alveg
Páls innri mann. ... [Þ]eir menn eru mér allra skaðlegastir, sem lát-
ast vera vinir mínir, en eru það ekki, sbr. Páll ís.“17 Jón Leifs leit
því á tilboð Páls sem aðför gegn sér. Hann túlkar þetta sem per-
sónulega árás eins og lesa má í bréfi Jóns til móður sinnar:
Þú veizt, að Páll ísólfsson, sem stendur að einhverju leyti á bak við þetta,
vill mér ekki vel. Hann notaði aðstöðu sína í útvarpsráðinu til þess að gera
þau kaup við Hljómsveit Reykjavíkur, að hún gerði hann að skólastjóra,
gegn því að hljómsveitin yrði ráðin að útvarpinu og eg útilokaður úr
músikinni. Til þess svo að friða samvisku sína og aðra menn lét hann (eða
studdi að því að) gera mér boð um þessa framsagnarstöðu. Af allri með-
ferð málsins var augljóst að, svo langt sem vit hans náði, þá hugsaði hann
sér það þannig, að annaðhvort mundi eg nú svara skömmum í vonsku og
þannig eyðileggja alt fyrir mér, (það hefði eg sennilega gert nokkrum
16 Lbs.-Hbs. [án númers] Gögn Jóns Leifs. Afrit af bréfi Jóns Leifs til útvarps-
ráðs, 18. september 1930.
17 Lbs.-Hbs. [án númers] Gögn Jóns Leifs. Afrit af bréfi Jóns Leifs til Kristjáns
Albertssonar, 28. október 1930.