Skírnir - 01.09.2002, Page 136
358
SIF SIGMARSDÓTTIR
SKÍRNIR
Á fundi útvarpsráðs hinn 16. nóvember s.á. skýrði útvarpsstjóri
svo frá að Jóni Leifs hefði verið boðið símleiðis að gerast þulur við
útvarpið gegn 500 kr. mánaðarþóknun.20 Jón taldi sér þó ekki fært
að taka við stöðunni strax og því var ráðið í hana til bráðabirgða.21
Ljóst er þó að útvarpsstjóri, Jónas Þorbergsson, kærði sig í raun
ekki um Jón í þessa stöðu. Hinn 6. desember skrifar hann Jóni:
Skal yður hérmeð tjáð, að stöðunni, sem um ræðir, hefir nú verið ráðstaf-
að til bráðabirgðar, að minsta kosti til vors og var það í samræmi við sím-
skeyti yðar meðtekið 17. nóv. ... Þess skal getið, að yður hefir verið boð-
in þessi staða fyrir sérstök tilmæli tveggja manna í útvarpsráði, þeirra
Helga Hjörvars og Páls ísólfssonar og með ljúfu samþykki forsætisráð-
herrans, Tryggva Þórhallssonar. Eg hefi fallist á þessa ráðstöfun fyrir mitt
leyti og lagt til við ráðherrann, að yður yrði boðin staðan, án þess að vita,
hversu vel þér væruð fallinn til þessa sérstaka starfa. Eg skal taka það
fram, að mér virðist allóviðfeldið, að gera ráð fyrir því, að hugsanlegt starf
yðar við útvarpið yrði framsagnarstarf, en ekki í sambandi við hljómlist,
sem þér hafið helgað krafta yðar, samkvæmt sérstökum gáfum yðar og
hæfileikum. ... Við höfum ráðið til bráðabirgðar stúlku til þess að gegna
umræddu starfi. Hefi eg vandað mjög til þess vals og ef hún reynist sam-
kvæmt vonum mínum mun eg leggja á móti því að hún verði svift starf-
inu og óreyndur maður ráðinn á staðinn. Hitt myndi eg vilja styðja, að
kraftar yðar yrðu notaðir í þágu útvarpsins við hljómlistina og finst mér
það í alla staði eðlilegra og ákjósanlegra.
Vildi eg þessvegna ráða yður til að slá frá yður öllum ráðagerðum um
framsagnarstarfið við útvarpið, en taka fremur upp samningaumleitanir
um hljómlistarstarf. Væri yður þá rétt að setja yður í samband við Pál ís-
ólfsson, sem er ráðunautur útvarpsins um þau mál.22
Jónas Þorbergsson biður Jón Leifs um að taka ekki við stöðu þul-
ar. Frásögn Jónasar í Utvarpstíðmdum árið 1939 sýnir einnig að
hann hefur ekki ætlað Jóni Leifs þularstarf við Ríkisútvarpið.
Jónas ætlaði starfið kvenmanni:
20 Gunnar Stefánsson, Útvarp Reykjavík, bls. 58.
21 Lbs.-Hbs. [án númers] Gögn Jóns Leifs. Jónas Þorbergsson til Jóns Leifs, 6.
desember 1930.
22 Lbs.-Hbs. [án númers] Gögn Jóns Leifs. Jónas Þorbergsson til Jóns Leifs, 6.
desember 1930.