Skírnir - 01.09.2002, Page 137
SKÍRNIR [Þ]ANNIG YRÐI MÉR OG LIST MINNI ...
359
Ég tók þá ákvörðun þegar í upphafi að velja kvenþul. Það mátti víst telja,
að þeir, sem útvarpsefni flyttu, myndu að miklum meiri hluta til verða
karlmenn, enda hefir sú orðið reyndin. Mátti því ætla, að þýð kvenrödd
við tilkynningar um dagskrá og lestur frétta myndi verða kærkomin til-
breyting.23
Enn varð bið á að draumur Jóns Leifs um starfsframa á íslandi
rættist. Hinn 5. janúar skrifar Jón útvarpsstjóra:
Háttvirti herra útvarpsstjóri! Þökk fyrir vinsamlegt bréf yðar frá 6. f.m.
... Að sjálfsögðu mun eg hér eftir sem hingað til reyna að verða ættjörð
minni að sem bestu liði, hvort sem um útvarp eða aðra starfsemi yrði að
ræða. Hinsvegar er eg yður alveg sammála um, að í vali manna fyrir út-
varpið skuli eingöngu farið eftir því, sem útvarpinu sjálfu og þjóðinni er
talinn mestur hagur í. Þessvegna virðist mér ekki viðeigandi að eg leiti að
fyrra bragði til hr. Páls ísólfssonar eða annarra ráðunauta yðar, eins og þér
stingið upp á. Ef menn hafa hug á því að reyna krafta mína við íslenska
útvarpið, þá er altaf sú leið opin, að ráða mig og konu mína til nokkurra
hljómleika gegn ákveðnu gjaldi.24
Enn á ný sat Jón eftir með sárt ennið. Hann átti engan hlut að
stofnun útvarpsins. Á sama hátt hafði Jón verið sniðgenginn við
undirbúning Alþingishátíðarinnar. Þar hafði hann ætlað sér stóra
hluti og hafði hann haft mikinn metnað til þess að hátíðin mætti
verða sem stórfenglegust. Löndum hans virtist þó ekki líka hug-
myndir hans og fór svo að hann var ekki viðstaddur hátíðina.
Stoltið hamlaði gegn því að sinni að Jón Leifs færi að ráðum
Jónasar Þorbergssonar og beiddist starfs af Páli ísólfssyni. Hæfi-
leika sína taldi Jón auk þess meiri en svo að hann ætti að þurfa að
biðja um að fá að leika fyrir landa sína. Enn beið Jón Leifs þess að
landinn kæmi til sín.
23 Jónas Þorbergsson, „Ríkisútvarpið“. Útvarpstíðindi 18 (1939), bls. 269-270. -
í sögu Ríkisútvarpsins segir Gunnar Stefánsson þessa frásögn Jónasar málum
blandna þar sem Jóni hafi verið boðið starf þular fyrst. Sjá Gunnar Stefánsson,
Útvarp Reykjavík, bls. 58. Bréfið sem Jónas sendir Jóni til þess að biðja hann
um að taka ekki að sér stöðu þular sýnir þó klárlega að Jónas ætlaði konu þul-
arstarfið.
24 Lbs.-Hbs. [án númers] Gögn Jóns Leifs. Afrit af bréfi Jóns Leifs til Jónasar
Þorbergssonar, 5. janúar 1931.