Skírnir - 01.09.2002, Side 139
SKÍRNIR [í]ANNIG YRÐI MÉR OG LIST MINNI ...
361
nögl. Jón bar í bætifláka fyrir sjálfan sig og kvaðst ekki velkjast í
vafa um að lífsstarf hans væri meira virði en flest annað. ,,[Þ]ess-
vegna er eg nú svona síngjarn að eg ber hvorki ákveðna umhyggju
fyrir konu, barni, foreldrum eða systkinum. Og þó tek eg ekki á
mig léttan kross ..." Jón kveðst jafnframt staðráðinn í að lifa og
deyja fyrir hugsjónir sínar án þess að taka meira tillit til umheims-
ins og mannanna en nauðsynlegt væri fyrir framgang hugsjón-
anna.27 „Eg lifi ekki fyrir mig heldur fyrir málefni og það er
bláköld skylda mín að fórna öllu fyrir þau málefni, en eg geri ekki
aðrar kröfur til lífsins en að geta starfað sem mest og best að þess-
um málefnum“, skrifar Jón Kristjáni Albertssyni í upphafi árs
1928. „Því meira sem að mér þrengir, þeim mun skýrar sé eg þetta.
Það er andskotann sama hvað af mér verður, ef eg að eins get upp-
fyllt þessar skyldur mínar sem mest og best og sem lengst.“ Svo
stórt hlutverk var Jón farinn að ætla sjálfum sér að umfang þess
var á alheimsvísu. Enn skrifar Jón: „Eg þarf að vinna hlutverk, sem
aðrir geta ekki unnið, en sem eg veit að verður alheiminum að
gagni. Þetta er svo ósköp einfalt.“28
Jóni var það byrði að þurfa að sjá fyrir fjölskyldu. Hver stund
sem fór í að vinna fyrir örlitlu fé til að draga fram lífið þótti Jóni
vera tími sem betur hefði verið varið við tónsmíðar. Hver stund
sem fór svo til spillis taldi Jón tíma glataðra meistaraverka. Þau
verk voru þó ekki aðeins hans missir heldur einnig tjón íslendinga
allra. Jón skrifar Páli Isólfssyni í lok maí árið 1928:
Spurningin er í rauninni alls ekki sú hvort eg og við lendum í hungri og
dauða, heldur hvers virði er eg og get orðið fyrir ísland og komandi kyn-
slóðir landa minna og hvort ísland má missa krafta mína og fara á mis við
þau listaverk, sem eg gæti skapað. Hvert ár, sem er truflað fyrir mér, dreg-
ur um leið úr þroska mínum á komandi árum. ... Að mínu áliti þurfa
menn ekki einu sinni að vera vinir mínir til þess að sjá að íslandi sé mik-
ið gagn að störfum mínum og að þjóðinni gæti orðið ómetanlegur stuðn-
ingur að þeim fyrir sjálfstæði sitt á komandi öldum og að það sé því frum-
27 Lbs.-Hbs. [án númers] Gögn Jóns Leifs. Jón Leifs til Þorleifs Jónssonar og
Ragnheiðar Bjarnadóttur, 28. október 1927.
28 Lbs.-Hbs. [án númers] Gögn Jóns Leifs. Afrit af bréfi Jóns Leifs til Kristjáns
Albertssonar, 4. janúar 1928.