Skírnir - 01.09.2002, Page 140
362
SIF SIGMARSDÓTTIR
SKÍRNIR
skylda allra, sem grunar þetta eða vita það, að styðja eftir megni að því að
eg og liststörf mín fái að njóta sín vel, að þroskast og dafna. En þú álítur
máske að þetta sé gorgeir og sjálfsdýrkun hjá mér. Líklega er ekki hægt að
jafna þann „skoðanamismun".29
Slík ummæli þótti Páli gorgeir og hroki.30 „Hroki og list eru and-
stæður eins og bezt sést á því, að góður listamaður er opinn fyrir
hvers konar áhrifum, en hrokagikkir eru eins og harðlæstir pen-
ingaskápar", segir Páll síðar á ævinni.31
Jón var sér meðvitaður um að margir íslendingar álitu hann
hrokafullan. Það sem landinn taldi stærilæti og dramb þótti Jóni
sjálfum þó aðeins vera einlægni: „Annars er það í rauninni enginn
hroki að taka bert og hreinskilnislega til orða; enginn mun full-
yrða að Kristur hafi verið hrokafullur og þó var hann á sama máta
ekki laus við sjálfsdýrkun, sem kalla má.“32
Enn á ný má finna grundvallarmun á hugmyndafræði félag-
anna Jóns Leifs og Páls ísólfssonar. Jón áleit það hina æðstu dyggð
að vera trúr list sinni. Hann vílaði ekki fyrir sér að fórna eigin vel-
ferð og fjölskyldu sinnar á altari listagyðjunnar. Honum þótti það
fals er listamenn létu í minni pokann fyrir hungri og vesæld og
tóku sér fyrir hendur störf sem ekki tengdust listsköpun þeirra.
„Sorglegt er að sjá hvernig Páll Isólfsson hefir forpokast og ekki
vil eg fyrir nokkurn mun fara sömu leiðina; heldur lifa við þröng
hér úti og hafa þrælavinnu til aukatekna", skrifar Jón móður sinni
í maí árið 1929.33 Jón tekur það sem merki um andlega hnignun
Páls að hann skuli kjósa að sjá fjölskyldu sinni farborða með ýms-
29 Lbs.-Hbs. [án númers] Gögn Jóns Leifs. Afrit af bréfi Jóns Leifs til Páls ísólfs-
sonar, 30. maí 1928.
30 Sbr. orð sem Páll lét falla í bréfi til Jóns: „Jeg held t.d. að þú lítir of stórum aug-
um á sjálfan þig. Mjer hefir fundist þú of einhliða og fullur af gorgeir.“
Lbs.-Hbs. [án númers] Gögn Jóns Leifs. Páll ísólfsson til Jóns Leifs, 28. des-
ember 1927.
31 Matthías Johannessen, Hundaþúfan og hafið. Matthías Johannessen rneðir við
Pál ísólfsson. Reykjavík 1961, bls. 51.
32 Lbs.-Hbs. [án númers] Gögn Jóns Leifs. Afrit af bréfi Jóns Leifs til Kristjáns
Albertssonar, 4. janúar 1928.
33 Lbs.-Hbs. [án númers] Gögn Jóns Leifs. Jón Leifs til Ragnheiðar Bjarnadóttur,
11. maí 1929.